Úrval - 01.05.1966, Qupperneq 30
lflNCENT
IfAN GOGH
Stórbrotinn listaviaður,
sem jaðraði við að vera
brjálaður.
Eftir Merwyn Levy.
i
völd eitt, tveim dögum
KÍO fyrir jól árið 1888, var
málarinn Paul Gaugu-
in á gangi yfir Lamar-
tinetorgið í smábæn-
um Arles í Suður-Frakklandi, þegar
hann heyrði hratt fótatak að baki
sér. Hann leit við og sá mann, af
myndaðan af reiði, koma hlaup-
andi með opinn rakhnif í hendinni.
Mennirnir staðnæmdust báðir og
Gauguin sagði með skipandi röddu:
„Farðu aftur heim Vincent.“ Mað-
urinn sem mundaði rakhnífinn, lét
höndina síga og sneri síðan við án
þess að sýna neinn mótþróa, því
næst hljóp hann rakleitt heim í litla
gula húsið, þar sem þeir bjuggu
saman hann og Gauguin. En brjál-
æðiskastið var ekki liðið hjá. Þegar
listamaðurin kom inn í húsið, tók
han sér stöðu fyrir framan spegil-
inn þar sem hann hafði málað svo
margar sjálfsmyndir sínar, og skar
síðan vinstra eyrað af sér með rak-
hnífnum. Hann brá trefli um höfuð
sér, vafði bréfsnifsi utan um eyrað,
stakk því í umslag og gekk út úr
húsinu. Síðan lagði hann leið sína
í vændiskvennahús eitt, þar sem
hann var heimagangur, rétti einni
stúlkunni umslagið og beið meðan
hún opnaði það. Þegar stúlkan sá
það sem í umslaginu var, leið yfir
hana af hryllingi, en allt komst í
uppnám í húsinu. Vincent van Gogh
stóð á miðju gólfi og riðaði eins og
drukkinn maður og blóðið fossaði
niður vanga hans undan treflinum.
Með þessum atburði lauk storma-
sömu vinfengi van Goghs og Gau-
guins, og hann var líka fyrsti tví-
ræði votturinn um þá vitfirringu,
sem brátt heltók einn mesta list-
málara nítjándu aldarinnar.
28
100 Great Lives