Úrval - 01.05.1966, Side 32
30
ÚRVAL
tók hann saman föggur sínar og
hélt til Hollands. í örvæntingu sinni
leitaði hann til þeirra kvenna, sem
hann vissi að mundu ekki hrinda
honum frá sér — vændiskvennanna.
Eftir þetta leitaði han sér oft hugg-
unar í örmum slíkra kvenna.
Þegar Vincent hafði náð sér að
nokkru eftir vonbrigðin, fór hann
að sinna starfi sínu aftur og ferð-
aðist oft á milli Lundúna og París-
ar. Hann þráði nú ekkert meira en
að láta gott af sér leiða í lífinu og
lifa óeigingjörnu lífi. Hann var
staðráðinn í að helga þjáðu mann-
kyninu Jíf sitt allt. En þegar hann
fór að þylja siðakenningar sínar yfir
viðskiptavinum listverzlunarinnar,
var honum sagt upp starfinu.
Van Gogh gerðist nú kennari í
Englandi um hríð og fór að lesa
Biblíuna fyrir alvöru. Þegar hann
kom aftur til Hollands, settist hann
að í námuþorpi í Borinagehéraði og
tók að predika sem leikmaður með-
al námamannanna á þessum slóðum.
Hann lifði og hrærðist meðal þeirra
erfiðismanna, sem voru aumastir
allra og bjuggu við lökust kjör;
hann predikaði yfir þeim og hjálp-
aði þeim og fjölskyldum þeirra eins
og honum var frekast unnt. En
kirkjuhöfðingjunum gramdist þetta
atferli van Goghs, að sýna trú sína
í verki, og hann var neyddur til að
hætta starfsemi sinni meðal námu-
mannanna. Þetta gerðist í ágúst-
mánuði árið 1880.
Hann var byrjaður að teikna um
þetta leyti og hafði teiknað marg-
ar myndir af námumönnunum í
Borinage. Theo, var himinlifandi
yfir því að bróðir hans skyldi loks
hafa íundið köllun sína. Þeir bræð-
urnir skrifuðust oft á, og Theo sem
var í góðri stöðu, fór að senda Vin-
cent peninga, svo að hann gæti
helgað sig málararlistinni.
Aður en langt um leið fluttist
Vincent til Haag og þaðan skrifaði
hann Theo bróður sínum m.a.: „Ég
hef sofið hjá vændiskonu síðastliðna
tvo mánuði. Mig langar til að fara
að búa með henni og ég ætla að
ganga að eiga hana.“
Theo var stórhneikslaður. Hvað
var Vincent eiginlega að hugsa að
haga sér svona, og það meira að
segja í Haag, þar sem Van Gogh-
fjölskyldan var vel þekkt? Vincent
hafði kynnzt stúlkunni skömmu eft-
ir komuna til Haag, og þar sem hún
var bláfátæk og barnshafandi, og
með unga dóttur sína og móður á
framfæri, þá hafði hann kennt í
brjósti um hana og strengt þess
heit að hjálpa henni .Stúlkan hét
Sien. Hún var ekki heppilegt konu-
efni, því að hún var bæði orðljót
og geðstirð og auk þess heilsulaus.
Veslings Vincent varð fyrir miklum
vonbrigðum. Það var stöðugt rifrildi
á heimilinu og hörmuleg örbirgð,
en Vincent vildi ekki yfirgefa stúlk-
una og barnið, því að hann hafði
mikla ánægju af litlu telpunni.
Hann hélt áfram að teikna og mála
og Theo studdi hann fjárhagslega
eftir mætti, en án þess stuðnings
hefði hann ekki skrimt. Loks var
jafnvel hinum þolinmóða Vincent
nóg boðið. Hann yfirgaf Sien og
fluttist til borgarinnar Drenthe, þar
sem hann hafði frétt að málarar
gætu lifað ódýrt.