Úrval - 01.05.1966, Side 32

Úrval - 01.05.1966, Side 32
30 ÚRVAL tók hann saman föggur sínar og hélt til Hollands. í örvæntingu sinni leitaði hann til þeirra kvenna, sem hann vissi að mundu ekki hrinda honum frá sér — vændiskvennanna. Eftir þetta leitaði han sér oft hugg- unar í örmum slíkra kvenna. Þegar Vincent hafði náð sér að nokkru eftir vonbrigðin, fór hann að sinna starfi sínu aftur og ferð- aðist oft á milli Lundúna og París- ar. Hann þráði nú ekkert meira en að láta gott af sér leiða í lífinu og lifa óeigingjörnu lífi. Hann var staðráðinn í að helga þjáðu mann- kyninu Jíf sitt allt. En þegar hann fór að þylja siðakenningar sínar yfir viðskiptavinum listverzlunarinnar, var honum sagt upp starfinu. Van Gogh gerðist nú kennari í Englandi um hríð og fór að lesa Biblíuna fyrir alvöru. Þegar hann kom aftur til Hollands, settist hann að í námuþorpi í Borinagehéraði og tók að predika sem leikmaður með- al námamannanna á þessum slóðum. Hann lifði og hrærðist meðal þeirra erfiðismanna, sem voru aumastir allra og bjuggu við lökust kjör; hann predikaði yfir þeim og hjálp- aði þeim og fjölskyldum þeirra eins og honum var frekast unnt. En kirkjuhöfðingjunum gramdist þetta atferli van Goghs, að sýna trú sína í verki, og hann var neyddur til að hætta starfsemi sinni meðal námu- mannanna. Þetta gerðist í ágúst- mánuði árið 1880. Hann var byrjaður að teikna um þetta leyti og hafði teiknað marg- ar myndir af námumönnunum í Borinage. Theo, var himinlifandi yfir því að bróðir hans skyldi loks hafa íundið köllun sína. Þeir bræð- urnir skrifuðust oft á, og Theo sem var í góðri stöðu, fór að senda Vin- cent peninga, svo að hann gæti helgað sig málararlistinni. Aður en langt um leið fluttist Vincent til Haag og þaðan skrifaði hann Theo bróður sínum m.a.: „Ég hef sofið hjá vændiskonu síðastliðna tvo mánuði. Mig langar til að fara að búa með henni og ég ætla að ganga að eiga hana.“ Theo var stórhneikslaður. Hvað var Vincent eiginlega að hugsa að haga sér svona, og það meira að segja í Haag, þar sem Van Gogh- fjölskyldan var vel þekkt? Vincent hafði kynnzt stúlkunni skömmu eft- ir komuna til Haag, og þar sem hún var bláfátæk og barnshafandi, og með unga dóttur sína og móður á framfæri, þá hafði hann kennt í brjósti um hana og strengt þess heit að hjálpa henni .Stúlkan hét Sien. Hún var ekki heppilegt konu- efni, því að hún var bæði orðljót og geðstirð og auk þess heilsulaus. Veslings Vincent varð fyrir miklum vonbrigðum. Það var stöðugt rifrildi á heimilinu og hörmuleg örbirgð, en Vincent vildi ekki yfirgefa stúlk- una og barnið, því að hann hafði mikla ánægju af litlu telpunni. Hann hélt áfram að teikna og mála og Theo studdi hann fjárhagslega eftir mætti, en án þess stuðnings hefði hann ekki skrimt. Loks var jafnvel hinum þolinmóða Vincent nóg boðið. Hann yfirgaf Sien og fluttist til borgarinnar Drenthe, þar sem hann hafði frétt að málarar gætu lifað ódýrt.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.