Úrval - 01.05.1966, Page 35
VINCENT VAN GOGH
33
ustu myndum hans. Nokkrum vik-
um seinna skaut hann sig í kviðinn.
Theo hraðaði sér frá París til Au-
vers, svo að hann gæti verið hjá
bróður sínum síðustu stundirnar.
„Hverjum gat dottið í hug að lífið
yrði svona sorglegt," sagði Vincent.
„Ég vildi að ég gæti dáið.“ Andanr-
taki síðar var hinn mikli málari
látinn. Hann var jarðsettur í kirkju-
garðinum í Auvers.
Vincent van Gogh seldi ekki eina
einustu mynd meðan han lifði, en
nú ganga myndir hans kaupum og
sölum fyrir tugþúsund eða jafnvel
hundruð þúsunda króna. Hann var
einmana snillingur, sem skapaði
nýjan og persónulegan stíl í málara-
list Norðurálfunnar.
Bréfaskriftir eru eina ráðið til Þess að sameina einveru og góðan
félagsskap. Byron lávarSur
Fyndni ætti að vera dýrlegur hátíðaréttur, líkt og kavíar. Smyrjið
henni aldrei á eins og marmelaði. Noel Coward
Glataðu klukkustund á morgnana, og þú munt vera að leita að henni
það sem eftir er dagsins. Chesterfield lávaröur
Þeir veikbyggðu, sem kunna að notfæra sér þrekleysi sitt, eru sterk-
ir. Þetta er leyndardómur kvenna og vanþróunarlandanna.
M. Couve de Murville
Það er eins með snjóflygsurnar og mennina. Þær eru allar ólíkar hver
annarri og hafa fegurð til að bera hver um sig. En þær geta líka orðið
hreinasta plága, þegar þær glata einstaklingseinkennum sínum í þyrp-
ingu. Bill Vaughan
Fyrir einni kynslóð þörfnuðust menn hvíldar að loknu dagsverki
sínu, nú þarfnast þeir hreyfingar. General Features Corp
Skiigreining fyrirbrigðisins „innsæi": Ástæða í tímahraki.
Holbrook Jackson
Getur þú greint muninn á góðum ráðleggingum og slæmum, þarfn-
astu ekki ráðlegginga. Roger Devlin
Látalæti valda alltaf vanlíðan og jafnvel þjáningu, og hamingju-
dagarnir hefjast fyrst í lífi okkar, þegar við hættum öllum látalátum.
Nicolas Chamfort