Úrval - 01.05.1966, Síða 36
■ í Argonnerannsóknar-
stofnuninni, kj arnorku-
stofnun einni nálægt
Chicago, er vísindamað-
ur á sviði læknisfræð-
innar að reyna að eyða krabbameini
með því að framkalla raunverulegar
kj arnasprengingar í krabbameins-
æxlisfrumum.
Æxlið er hvatt til þess að sjúga
í sig og safna til sín efni, sem inni-
heldur úran-235, sprengiefnið í
kj arnorkuspr engj um.
Geisla af neutronum, sem notaðir
eru til þess að koma af stað kjarna-
sprengingum, er síðan beint að hin-
um úranhlöðnu æxlisfrumum, og
veldur hann því, að í þeim verður
kj arnasprenging. Þær springa í agn-
ir og leysa um leið úr læðingi fleiri
neutronur.
Hinar klofnu agnir þjóta í gegn-
um nærliggjandi æxlisfrumur og
eyðileggja þær alveg eða skemma
þær í svo ríkum mæli, að þær deyja
von bráðar. En eðlilegir, heil-
brigðir vefir, sem hafa ekki ð geyma
neytt sprengj anlegt úran, skaddast
ekkert við þetta.
Er sprengiagnirnar stöðvast, rýrna
þær og eyðast smám saman og gefa
frá sér hlaðnar agnir í formi beta-
og gamma geisla og einstakra neu-
trona. Þessar smærri agnir hjálpa
að nokkru leyti til þess að eyði-
leggja æxlið, en yfir 90% af
skemmdunum orsakast samt af ögn-
unum, sem mynduðust við spreng-
inguna í frumunum.
„Þessar upphaflegu sprengiagnir
tákna orku, sem er hlutfallslega
hliðstæð við orku þá, sem myndast
við sprengingu kjarnasprengju, en
Kjarnorkunni
beitt
gegn
krabbameini
Eftir
Arthur J. Snider.
hinar smærri agnir, sem þessar
agnir senda síðan frá sér, eru aftur
á móti hlutfallslega hliðstæðar við
orku þá, sem myndast, þegar kúl-
um er skotið úr riffli, að áliti dr.
Normans A. Frigerio, sem er bæði
sérfræðingur á sviði læknisfræði og
efna- og eðlisfræði og notfærir sér
slíka þekkingu sína við þessar til-
raunir.
Tilraunirnar miðast enn sem kom-
ið er við dýr, en ekki menn, en
hann vonar samt að ná svo langt,
að slíkar tilraunir og aðgerðir muni
reynast unnt að gera á mönnum
fyrir lok þessa áratugs.
Þessi hugmynd um notkun neu-
trónanna í lækningaskyni er' ekki
ný. Læknar við Brookhavenrann-
sóknarstofnunina og Hið almenna
sjúkrahús Massachusettsfylkis
34
Science Digest