Úrval - 01.05.1966, Page 38
Ógleymanlegur maður
Jón Arnason
Eftir
Benjamín Sigvaldason, sagnfræðing.
Áður en ég kynntist
Jóni lækni, hafði ég af
eðlilegum ástæðum,
litlar spurnir af honum
haft, þar sem nokkuð
langt er á milli Öxarfjarðar og
Mývatnssveitar. Ég hafði þó heyrt
um hann tvennt, sem mér þótti at-
hyglisvert. Annað var það, að
hann væri bróðir Þuru í Garði, sem
þá var að byrj a að verða landsfræg
fyrir sínar bráðsnjöllu lausavísur.
En hitt var, að mér var tjáð, að
hann væri svo stór og tröllslegur
í vexti að manni gæti helzt kom-
ið til hugar, að líkja honum við
hörkuduglegan og ósérplæginn beit-
arhúsamann frá Möðrudal eða ofan
af Hólsfjöllum. En ég átti eftir að
hafa góð og mikil kynni af honum
rúmlega tuttugu ár, og skal því
nokkuð frá honum sagt hér.
Hann var fæddur að Garði í Mý-
vatnssveit hinn 10. sept. 1889. For-
eldrar hans voru Árni Jónsson,
bóndi þar og Guðbjörg Stefáns-
dóttir, bónda í Haganesi, Gamalí-
elssonar, rímnaskálds, sem kenndur
var við Neslönd í Mývatnssveit.
Árna bónda sá ég aðeins, en kynnt-
ist honum ekkert. En af Guðbjörgu
hafði ég góð og skemmtileg kynni,
en þá var hún búin að missa mann
sinn og farin að eldast, (f. 1863).
Hún var bráðgáfuð og skáldmælt í
bezta lagi, enda átti hún ekki langt
að sækja hagmælskuna.
Hún átti marga bræður, sem voru
flestir eða allir hagmæltir. Hjálm-
ar fiðluleikari bar þó af þeim öll-
36