Úrval - 01.05.1966, Qupperneq 39

Úrval - 01.05.1966, Qupperneq 39
ÓGLEYMANLEGUR MAÐUR 37 um, því að hann var svo frábær hagyrðingur, að ég efast um að í þá daga hafi aðrir hagyrðingar ver- ið honum snjallari á landi hér. Auk þess var hann afburða rithöfundur, þótt færra liggi eftir hann en æski- legt væri. Hann skrifaði aðallega ýmiskonar þjóðlegan fróðleik. Næst er þess að geta, að í Garði voru lengi hjón í húsmennsku, sem hétu Sigurður og Anna. Þau voru barnlaus. Sigurður var bróðir Björns, föður Ingólfs alþm. í Fjósa- tungu. Jón var ekki gamall, þegar þau Sigurður og Anna fóru þess á leit, að fá að fóstra upp piltinn, og var því tilboði vel tekið, því að þetta voru ágætis manneskjur, sem var fullkomlega trúandi til þess, að ala piltinn upp. Hjá þeim fékk Jón líka hið ákjósanlegasta uppeldi og varð brátt bæði hár og þrekinn, og var talinn heljarmenni til burða. Hann gekk að allri algengri vinnu og fór meðal annars í fjallgöngur og eftirleitir á Mývatnsörævum, sem þótti ekki henta neinum væskil- mennum. Þegar eftir fermingu, langaði Jón mikið til þess, að afla sér einhverrar menntunar. En efnin voru lítil og kaupið lágt í þá daga, svo að þetta vildi dragast ár frá ári. En haust- ið, þegar hann stóð á tvítugu, dreif hann sig í Gagnfræðaskólann á Ak- ureyri, og reyndist þegar ágætur námsmaður. Hann lauk gagnfræða- prófi vorið 1912 og lagði síðan leið sína í Menntaskólann í Reykja- vík. Hann lauk stúdentsprófi 28. júní 1915. Sagt er að margur, sem lýkur stúdentsprófi, sé næsta óráðinn í því, hvaða braut hann skuli ganga, eða hvaða lífsstarf hann skuli velja sér. En Jón var ekki einn af þeim. Hann var staðráðinn í því að ger- ast rithöfundur, og fara eins að og sýslungi hans, dr. Guðmundur Finnbogason, sem valdi sér heim- spekina. En Jón ætlaði ekki að verða heimspekingur, heldur sagn- fræðingur, það var hans mikla á- hugamál. Strax að prófi loknu, sendi hann umsókn ásamt góðum með- mælum til Hafnarháskóla. En jafn- framt sótti hann um vist á stúdenta- heimilinu Garði (Regensen). En það var löngum keppikefli félítilla stúdenta,, að komast þar að, því að Garðsvistinni fylgdi dálítill styrkur, sem sparsamir piltar gátu lifað á, með lítilli viðbót að heim- an. — Eftir að hann hafði sent þessar umsóknir, fékk hann sér vel borgaða sumarvinnu, mig minnir á Siglufirði. — Um miðjan septem- ber kom hann aftur til Reykjavíkur og átti þá von á því, að svar við umsókn hans væri komið frá Höfn. En hann varð fyrir miklum von- brigðum, er hann komst að raun um, að ekkert svar var komið. Hann ákvað að bíða um stund, því að hann gerði ráð fyrir, að svarið kæmi næstu daga. En sú von sveik hann gjörsamlega, því að ekkert svar kom. Hann sagði mér síðar, að þá hefði sér liðið illa, því að hann sagðist ekki hafa haft hugmynd um, hvað hann ætti að taka fyrir. Þá var það einn góðviðrismorg- un, síðustu dagana í september, að hann tók sér gönguferð út úr bæn- um. Hann kvaðst hafa verið að
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.