Úrval - 01.05.1966, Qupperneq 39
ÓGLEYMANLEGUR MAÐUR
37
um, því að hann var svo frábær
hagyrðingur, að ég efast um að í
þá daga hafi aðrir hagyrðingar ver-
ið honum snjallari á landi hér. Auk
þess var hann afburða rithöfundur,
þótt færra liggi eftir hann en æski-
legt væri. Hann skrifaði aðallega
ýmiskonar þjóðlegan fróðleik.
Næst er þess að geta, að í Garði
voru lengi hjón í húsmennsku, sem
hétu Sigurður og Anna. Þau voru
barnlaus. Sigurður var bróðir
Björns, föður Ingólfs alþm. í Fjósa-
tungu.
Jón var ekki gamall, þegar þau
Sigurður og Anna fóru þess á leit,
að fá að fóstra upp piltinn, og var
því tilboði vel tekið, því að þetta
voru ágætis manneskjur, sem var
fullkomlega trúandi til þess, að ala
piltinn upp. Hjá þeim fékk Jón
líka hið ákjósanlegasta uppeldi og
varð brátt bæði hár og þrekinn,
og var talinn heljarmenni til burða.
Hann gekk að allri algengri vinnu
og fór meðal annars í fjallgöngur
og eftirleitir á Mývatnsörævum, sem
þótti ekki henta neinum væskil-
mennum.
Þegar eftir fermingu, langaði Jón
mikið til þess, að afla sér einhverrar
menntunar. En efnin voru lítil og
kaupið lágt í þá daga, svo að þetta
vildi dragast ár frá ári. En haust-
ið, þegar hann stóð á tvítugu, dreif
hann sig í Gagnfræðaskólann á Ak-
ureyri, og reyndist þegar ágætur
námsmaður. Hann lauk gagnfræða-
prófi vorið 1912 og lagði síðan leið
sína í Menntaskólann í Reykja-
vík. Hann lauk stúdentsprófi 28.
júní 1915.
Sagt er að margur, sem lýkur
stúdentsprófi, sé næsta óráðinn í
því, hvaða braut hann skuli ganga,
eða hvaða lífsstarf hann skuli velja
sér. En Jón var ekki einn af þeim.
Hann var staðráðinn í því að ger-
ast rithöfundur, og fara eins að
og sýslungi hans, dr. Guðmundur
Finnbogason, sem valdi sér heim-
spekina. En Jón ætlaði ekki að
verða heimspekingur, heldur sagn-
fræðingur, það var hans mikla á-
hugamál. Strax að prófi loknu, sendi
hann umsókn ásamt góðum með-
mælum til Hafnarháskóla. En jafn-
framt sótti hann um vist á stúdenta-
heimilinu Garði (Regensen). En
það var löngum keppikefli félítilla
stúdenta,, að komast þar að, því
að Garðsvistinni fylgdi dálítill
styrkur, sem sparsamir piltar gátu
lifað á, með lítilli viðbót að heim-
an. — Eftir að hann hafði sent
þessar umsóknir, fékk hann sér vel
borgaða sumarvinnu, mig minnir
á Siglufirði. — Um miðjan septem-
ber kom hann aftur til Reykjavíkur
og átti þá von á því, að svar við
umsókn hans væri komið frá Höfn.
En hann varð fyrir miklum von-
brigðum, er hann komst að raun
um, að ekkert svar var komið.
Hann ákvað að bíða um stund, því
að hann gerði ráð fyrir, að svarið
kæmi næstu daga. En sú von sveik
hann gjörsamlega, því að ekkert
svar kom. Hann sagði mér síðar,
að þá hefði sér liðið illa, því að hann
sagðist ekki hafa haft hugmynd um,
hvað hann ætti að taka fyrir.
Þá var það einn góðviðrismorg-
un, síðustu dagana í september, að
hann tók sér gönguferð út úr bæn-
um. Hann kvaðst hafa verið að