Úrval - 01.05.1966, Page 40

Úrval - 01.05.1966, Page 40
/ 38 hugsa um það, að skynsamlegra hefði nú verið fyrir sig, að vera nú kominn norður í Mývatnssveit og fara í göngur um örævin, en að hanga hér vonsvikinn og ráða- laus og vita ekkert hvað gera skyldi. Þá hitti hann af tilviljun einn kennara sinn úr Menntaskól- anum. Það var Böðvar, sonur Krist- jáns háyfirdómara, frá Gautlönd- um, og tóku þeir tal saman. Jón sagði honum greinilega frá ástæðum sínum og lét ekki vel yfir. Böðvar benti honum þá á það, að af styrj- aldarástæðum gæti svarið frá há- skólanum hafa misfarizt. Og svo væri enginn leikur að sigla á milli landa á þessum tímum, þegar skip- um er miskunnarlaust sökkt eða tekin hernámi. Hann ráðlagði því Jón, að hætta alveg við Hafnar- ferðina og setjast í Háskólann hér, og stunda læknisfræði. Hvort sem þeir ræddu þetta lengur eða skem- ur, þá varð niðurstaðan sú, að sama daginn lét Jón innrita sig í lækna- deild Háskóla íslands. Háskólanám sitt stundaði hann af miklum dugnaði, þrátt fyrir það, að hann var ekki sérlega hneigður fyrir þessa vísindagrein. En karl- mennska hans var svo mikil, að hann einbeitti sér við námið. Prófi lauk hann við læknadeildina hinn 14. febr. 1921. Samstundis sigldi hann til Danmerkur til framhalds- náms, og kom svo heim í júnímán. Mánuði seinna •—• eða 22. júlí — var hann settur héraðslæknir í Öx- arfjarðarhéraði, með búsetu á Kópa- skeri, og skipaður í embættið litlu síðar. í þessu héraði var hann lækn- ir til æviloka. ÚRVAL Þegar Jón læknir kom til Kópa- skers síðustu dagana í júlí 1921, settist hann að í húsi, sem lækninum var ætlað og hét að Ási. Það hafði staðið autt og mannlaust frá því síðasti læknir fór þaðan haustið 1918. Allan þann tíma hafði hér- aðið verið læknislaust. — Þegar hann kom var hann kvæntur fyrir fjórum árum, Valgerði, dóttur Sveins, bónda og hreppstjóra að Felli í Sléttuhlíð. Áttu þau tvær dætur, Önnu og Jórunni. Og svo tóku þau til sín Önnu gömlu, fóstru Jóns. Ég vil ekki fullyrða, að Jón hafi verið það sem kallað er „mikill læknir“ fyrst í stað. En hann óx með starfinu og varð ágætur lækn- ir áður en lauk. Hann var blásnauð- ur er hann kom í héraðið, svo að fólkið varð að nota gamla sykur- kassa í stað stóla. En hann var bæði hygginn og sparsamur, svo að hann efnaðist brátt. Mátti hann kallast mjög vel efnaður, eftir nokkur ár. Hann náði brátt miklum vinsæld- um í héraðinu, bæði vegna þess, að hann var allra manna alþýðlegastur og gerði aldrei neinn mannamun, nema ef telja skyldi það, að hann átti það til að verða nokkuð ber- orður við höfðingja og hrokabelgi. Og svo var hann alveg frábær ferðamaður. Fylgdarmenn kærði hann sig ekkert um, nema ef þeir áttu samieið með honum. En þá var hann allra manna skemmtileg- astur samferðamaður. Það var eins og honum væri nákvæmlega sama hvernig veðrið var eða færðin.. Hann brauzt jafnan áfram af mik- illi karlmennsku og kvartaði aldrei.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.