Úrval - 01.05.1966, Blaðsíða 41
ÓGLEYMANLEGUR MAÐUR
39
Tvær sögur skulu hér sagðar af
Jóni lækni, þar sem þær gefa betri
upplýsingar um manninn en langar
frásagnir eða lýsingar.
Eitt sinn var ég á ferð á milli
Öxarfjarðar og Kelduhverfis og
þurfti að fara yfir Jökulsá, svo
sem tveimur eða þremur km. frá
ósum hennar. Þegar ég kom að ánni
voru miklar skarir að henni, en
á milli skara vor auður áll, ekki
árennilegur og gjörsamlega ófær.
Ég gekk svo upp og niður með
ánni, þar til loks að ég fann mjóa
klakaspöng á milli skaranna, en
mér sýndist hún vera viðsjálverð.
A meðan ég var að velta því fyrir
mér, hvort ég ætti að leggja út á
spöngina, sá ég hvar risastór mað-
ur kom skálmandi að austan og
stefndi til mín. Ég sá strax að þetta
var enginn annar en Jón læknir
svo að ég beið eftir honum stundar-
korn. En hann stikaði stórum, svo
að hann bar fljótt að. Er við höfð-
um heilsast, spyr læknir hvort áin
sé ófær. Ég svaraði því að hún væ ti
ekki árennileg. En ég hefði fundið
eina mjóa klakaspöng á milli skar-
anna, en sú spöng væri áreiðanlega
veik. „Ætlarðu þá að snúa aftur?“
spurði Jón. „Nei.“ svaraði ég. „Ég
hygg að spöngin muni vera mann-
held, ef skriðið er á maganum yf-
ir. Þá gætir þungans rninna." Ef
þú skríður yfir, þá geri ég það
líka,“ svaraði læknir. „Þú ræður
hvað þú gerir. En ég vil benda þér
á það, að þú ert 50 til 60 pundum
þyngri en ég. Það er ekki víst að
spöngin þoli þann þunga, þótt ég
sleppi yfir.“ „Ég læt skeika sköp-
uðu með það,“ svaraði læknir, al-
veg kaldur og rólegur. Þetta var
þó augljós lífsháski, ef spöngin
sviki. Nú er þess að geta, að lækn-
irinn var með tösku ærið þunga
með læknisáhöldum og lyfjum, sem
hann hafði ætíð með sér á ferða-
lögum, því aldrei var að vita nema
einn eða fleiri sjúklingar leituðu
til hans í ferðinni en í upphafi var
vitað um, þar sem aðeins ein sím-
stöð var í hverri sveit á þeim árum.
Menn áttu því ekki hægt um vik
að ná í lækni sinn, en notuðu tæki-
færið ef hann var á ferðinni. Ég
leit hornauga til töskunnar og sagði
við lækni: „Töskuna máttu alls
ekki hafa á bakinu á meðan þú
ferð yfir. Hún er það þung, að á
henni getur oltið, hvort þú kemst
lifandi yfir eða ekki.“ „Ekki skil
ég töskuna við mig,“ svaraði hann.
„Ég er vanur ferðamaður og kann
ráð við þessu,“ sagði ég. „Ég fer
aldrei svo í ferðalag að ég hafi ekki
með mér snæri. Nú bind ég snæri
í burðarólarnar á töskunni, skil
hana svo eftir á eystri skörinni.
Síðan skríð ég yfir og dreg svo
töskuna til mín á eftir.“ Þetta þótti
lækninum þjóðráð og hélt lofræðu
yfir mér, sem ég er nú búinn að
gleyma. Þetta gekk svo samkvæmt
áætlun. Ég fór fyrst yfir, síðan task-
an og svo læknirinn á eftir. En um
leið og hann var kominn upp á
skörina að vestan, kom hár hvell-
ur og klakaspöngin hrundi niður
í ána. Þarna mátti sannarlega ekki
miklu muna. En í þá daga vor oft
skammt á milli lífs og dauða á
ferðalögum.
Hin sagan er í stuttu máli á þessa
leið: í Sandfellshaga í Öxarfirði