Úrval - 01.05.1966, Qupperneq 58
56
ÚRVAL
er eins og hin reglubundnu skil-
yrði henti ekki alltaf sem bezt.
Það er líka margt til, sem ekki
fellur undir aðferð hinna endur-
teknu tilrauna. Dr. Meerloo tók það
sem dæmi í samtali við okkur, að
ekki sé hægt að skýra fronsku
stjórnarbyltinguna með tilraunum,
hversvegna hún gerðist eða hvenær
Og dr. Murphy sagði: Það er ekki
hægt að endurframleiða Gljúfrin
miklu (Grand Canyon), en það er
engu að síður hægt að rannsaka
þau.
RÚSSAR FRAMLEIÐA ÞRÍVÍDDARSJÓNVARPSTÆKI
Rússneskir rafeindaverkfræðingar hafa framleitt sjónvarpstæki, sem
sýnir myndir í þrívidd.
Það er samt aðeins um tilraunatæki að ræða, og þvi hafa ekki verið
veittar nema ónákvæmar upplýsingar um það enn þá. E'n Rússar segja,
að þrívíddaráhrifin náist með því að nota nýja gerð af skermi, sem
snýst og hallast á ýmsa vegu á bak við venjulega glerrúðu.
Sagt er, að skermurinn sé flatur og ferhyrndur og húðaður báðum
megin með efni, sem verður lýsandi við áhrif cathodugeisla og fram-
kallar myndir.
Skermurinn á bak við glerrúðuna getur hallazt fram á við í áttina
til áhorfandans, einnig aftur á bak og til hliða, og getur breytt þannig
um stellingu 1500 sinum á mínútu og sýnt þannig fyrst eina hlið mynd-
arinnar og síðan hina. Þessar breytingar á myndunum, þótt litlar séu,
sem verða á hinum ýmsu hliðum skermisins (sem snýst of hratt til
þess að augað fái greint hreyfinguna), valda síðan þrívíddarskyn-
áhrifum, þannig að auganu finnst, að það sé um eina mynd að ræða,
sem sýnd sé í þrívídd, þannig að það sjái inn í hana og skynji dýpt
hennar.
Brezkur verkfræðingur hefur gefið eftirfarandi yfirlýsingu um tæki
þetta: „Þetta sovézka sjónvarpstæki virðist hafa nokkuð til síns á-
gætis, en það er ekki svo auðvelt að meta það rétt án þess að fá frek-
ari upplýsingar fyrst. Að vísu hafa Rússarnir ekki sjálfir sagt slíkt, en
það virðist samt í fljótu bragði sem áhorfandinn muni þurfa sérstök
sjónvarpsgleraugu til þess að ná þrívíddaráhrifunum, og slíkt finnst
manni nú fremur gamaldags." Sunday Express
Karlmaður við annan karlmann fyrir utan almenninsgsímklefa:
„Þetta virðist ætla að verða langt símtal. Hún er nýbúin að skipta um
eyra.“
Rock’n roll-aðdáandi við afgreiðslumanninn í hljóðfæraverzluninni:
„Hvað áttu, sem er mjög hátt, með hröðum takti, sko, eitthvað, sem
fær mann til Þess að slappa af?“