Úrval - 01.05.1966, Page 64
62
URVAL
heimanfylgju. Það sem einum eðlis-
þætti manns er líf er öðrum dauði
Svo bætti hún við blátt áfram:
„Hann dó af drykkjuskap, og ég
vissi að svona hlaut það að fara.
Vínið stytti aldur hans.“
Auk ekkjunnar lét hann eftir
sig nýfædda dóttur. Það iiggja eftir
hann mörg og ágæt ritverk, og sum
eru meðal hins bezta sem fram hefur
komið á okkar dögurn: tvö leikrit,
100 ritgerðir, ein skáldsaga og brot
úr ævisögu.
Beatrice Behan hefur sannað það
til fulls fyrir sjálfri sér hve erfitt
það er að vera ekkja eftir frægan
mann sem deyr langt fyrir aldur
fram.
„Þegar hann var dáinn,“ segir
hún, „gerði ég ekki annað en að
sitja á veitingahúsum þar sem hver
maður þekkti hann, og drekka.
Stundum fannst mér ég vera and-
setin af honum. Þá kom að mér
ofsakæti og galgopaskapur og ég
taldi mér trú um að allir væru
hrifnir af mér og svo fór ég að
syngj a þessa írsku uppreisnarsöngva
sem hann hafði verið vanur að
syngja, en brátt komst ég að því að
fólkin.u líkaði þetta ekki, og sumir
voru jafnvel farnir að tala um að
taka barnið frá mér. Og nú drekk
ég lítið sem ekki. En samt þykir
mér gaman að lífinu í veitinga-
kránum.“
Frú Behan er fertug, hún er 165
cm á hæð og vegur 130 pund (e).
Hárið er rauðjarpt og stuttklippt og
greitt slétt. Augun eru grá og nef-
ið nokkuð hvasst.
Við töluðum við hana heima hjá