Úrval - 01.05.1966, Side 66

Úrval - 01.05.1966, Side 66
64 ÚRVAL þeir síðasta teiginn, fléttuðu götuna um hornið og flygsuðust inn í eld- húsið, en þar stóð Beatrice French Salked og var að fægja blett á suðupotti, sem vinnukonan hafði kastað höndunum til. „Ég leit varla við,“ sagði Bea- trice. „Ég gerði ekki annað en að taka stórt línhandklæði úr grind- inni og fleygja því í þá. Faðir minp, kom oft með drykkjufélaga sína inn til okkar. En nú varð mér litið á þennan mann, og ég sá að hann var ungur og ákaflega fölur. Ég hélt hann væri veikur, en þetta var fangelsisfölvi. Hann var þrekvax- inn, beinagildur, varaþykkur og ó- rakaður. Ég ætlaði að rétta honum tebolla, en þá var hann sofnaður í stólnum. Klukkutíma síðar fór hann án þess að kasta á mig kveðju“. Beatrice var þá 18 ára en Brend- an tvítugur. Þau hittust næst tíu árum síðar eða þar um bil. „Við vorum á skemmtiferð á Aran- eyjum, út af Galway. Eyjan sem við vorum stödd á heitir Inishmaan. Þar hittust þeir aftur, faðir minn og hann á veitingastofu sem heitir Seamus-krá. Það var gaman þetta kvöld og við drukkum og töluðum og hlógum. Brendan sagðist hafa þrisvar verið settur inn eftir að han var í Bors- tal. Einu sinni fyrir að hafa ætlað að óhlýðnast útlegðajrdómi, í þriðja sinn fyrir að hafa hjálpað manni úr írska þjóðfrelsishernum til að flýja. Hann hafði starfað við og við að iðn sinni, húsamálningu, verið sjó- maður og smyglari, en eftir að hann var laus úr hinni fjórðu og síðustu fangavist, skrifaði hann um tíma vikulega greinar í The Irish Press í París, og ýmsa aðra biaðamennsku hafði hann haft á hendi. Leikrit hafði hann einnig samið, sem átti þá að fara að sýna. „Hann var töfrandi þetta kvöld, fyndinn, hafði hverja frásöguna af annarri á takteinum, með tempr- aðri hæðni, þýðu brosi og þessum líka litla tanngarði, sem skein milli varanna, og það þykist ég vita, að það kvöld hafi ég orðið ástfangin af honum. Við buðum honum að koma daginn eftir til Inishaam, en hann sagðist vera útlagi þaðan.“ „Fyrir fáeinum árum var ég tek- inn fastur fyrir að syngja á götum úti á næturþeli," sagði hann henni. „Ekki fannst mér það fullgild á- stæða til að taka mig fastan. Þess- vegna tók ég þá báða, lögreglu- þjónana, og ýtti þeim inn í klefann, aflæsti og fleygði lyklinum út á sjó. Ég fékk fyrir ferðina." Stuttu eftir giftinguna fóru þau hjónin til eyjar sem kallast Ibiza og er ein af Baleareyjum, næst Spáni af þeim og beint undan Valencia. „Allir frægir rithöfundar fóru þá til Mallorca,“ sagði hún. „Brendan vildi ekki vera með í því. Honum þótti Ibiza fegurri staður. Við leigð- um lítið hús fyrir h.u.b. 20 dollara á mánuði. í því var tiglagólf, svart og hvítt, og svalir þaðan sem einkar fagurt var að líta til hafs og fjalla. Ég eldaði við viðarkol í eldstó, sem hlaðin var úr múrsteinum. Pottarn- ir voru úr terrakotta, vatnið var sótt í brunn í fötu. Brendan fór á göngu með sjónum á daginn og skrifaði við lampaljós á kvöldin.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.