Úrval - 01.05.1966, Side 66
64
ÚRVAL
þeir síðasta teiginn, fléttuðu götuna
um hornið og flygsuðust inn í eld-
húsið, en þar stóð Beatrice French
Salked og var að fægja blett á
suðupotti, sem vinnukonan hafði
kastað höndunum til.
„Ég leit varla við,“ sagði Bea-
trice. „Ég gerði ekki annað en að
taka stórt línhandklæði úr grind-
inni og fleygja því í þá. Faðir minp,
kom oft með drykkjufélaga sína inn
til okkar. En nú varð mér litið á
þennan mann, og ég sá að hann
var ungur og ákaflega fölur. Ég
hélt hann væri veikur, en þetta var
fangelsisfölvi. Hann var þrekvax-
inn, beinagildur, varaþykkur og ó-
rakaður. Ég ætlaði að rétta honum
tebolla, en þá var hann sofnaður
í stólnum. Klukkutíma síðar fór
hann án þess að kasta á mig kveðju“.
Beatrice var þá 18 ára en Brend-
an tvítugur. Þau hittust næst tíu
árum síðar eða þar um bil.
„Við vorum á skemmtiferð á Aran-
eyjum, út af Galway. Eyjan sem við
vorum stödd á heitir Inishmaan.
Þar hittust þeir aftur, faðir minn og
hann á veitingastofu sem heitir
Seamus-krá. Það var gaman þetta
kvöld og við drukkum og töluðum
og hlógum.
Brendan sagðist hafa þrisvar verið
settur inn eftir að han var í Bors-
tal. Einu sinni fyrir að hafa ætlað að
óhlýðnast útlegðajrdómi, í þriðja
sinn fyrir að hafa hjálpað manni
úr írska þjóðfrelsishernum til að
flýja.
Hann hafði starfað við og við að
iðn sinni, húsamálningu, verið sjó-
maður og smyglari, en eftir að hann
var laus úr hinni fjórðu og síðustu
fangavist, skrifaði hann um tíma
vikulega greinar í The Irish Press
í París, og ýmsa aðra biaðamennsku
hafði hann haft á hendi. Leikrit
hafði hann einnig samið, sem átti
þá að fara að sýna.
„Hann var töfrandi þetta kvöld,
fyndinn, hafði hverja frásöguna af
annarri á takteinum, með tempr-
aðri hæðni, þýðu brosi og þessum
líka litla tanngarði, sem skein milli
varanna, og það þykist ég vita, að
það kvöld hafi ég orðið ástfangin
af honum. Við buðum honum að
koma daginn eftir til Inishaam, en
hann sagðist vera útlagi þaðan.“
„Fyrir fáeinum árum var ég tek-
inn fastur fyrir að syngja á götum
úti á næturþeli," sagði hann henni.
„Ekki fannst mér það fullgild á-
stæða til að taka mig fastan. Þess-
vegna tók ég þá báða, lögreglu-
þjónana, og ýtti þeim inn í klefann,
aflæsti og fleygði lyklinum út á
sjó. Ég fékk fyrir ferðina."
Stuttu eftir giftinguna fóru þau
hjónin til eyjar sem kallast Ibiza og
er ein af Baleareyjum, næst Spáni
af þeim og beint undan Valencia.
„Allir frægir rithöfundar fóru þá
til Mallorca,“ sagði hún. „Brendan
vildi ekki vera með í því. Honum
þótti Ibiza fegurri staður. Við leigð-
um lítið hús fyrir h.u.b. 20 dollara
á mánuði. í því var tiglagólf, svart
og hvítt, og svalir þaðan sem einkar
fagurt var að líta til hafs og fjalla.
Ég eldaði við viðarkol í eldstó, sem
hlaðin var úr múrsteinum. Pottarn-
ir voru úr terrakotta, vatnið var
sótt í brunn í fötu. Brendan fór á
göngu með sjónum á daginn og
skrifaði við lampaljós á kvöldin.