Úrval - 01.05.1966, Síða 72

Úrval - 01.05.1966, Síða 72
70 ÚRVAL þeir allir áður en varði komnir á flugstig að finna hann, 'og svo komu þeir með hann heim, oft rennvot- an, því þá hafði hann farið í ána til að synda og drekkja þannig öl- vímunni." Leigubílstjóri nokkur að nafni Larri Kierman, sem ekki hefði þekkzt frá Harry Truman, ef þeir hefðu sézt saman, sagði svo: „Brend- an mátti ekki aumt sjá. Stundum lét hann mig stöðva bílinn til þess að fara út og kaupa skó handa ein- hverjum tötralegum dreng, sem hann hefði séð á götuhorni. „Oft tók ég hann með mér heim í leigubíl dauðadrukkinn, og varð ég þá oft að draga fyrir glugg- ann, því að hann gat tekið upp á því að fara að reka upp rokur, ým- ist með lagi eða ekki, um leið og hann hallaðist aftur í sætinu mátt- laus með flakandi skyrtubrjóst. Ja, ljótt var orðbragð hans. En með réttu mætti segja að hann hafi far- ið hallloka fyrir þjóðfélaginu. Það er mitt álit að hann hafi viljað svara fyrir sig á máli alþýðunnar.“ Árið 1960 fóru þau hjónin til Bandaríkjanna. The Hostage var frumsýnt á Broadway, og var henn- ar getið í blaðagreinum og aðsóknin var góð. Eitt kvöldið kom Brendan sjálfur upp á leiksviðið og ávarpaði bæði leikendur og áhorfendur. Hann ávítaði báða, sagði þá engan skiln- ing hafa á leikritinu, og kallaði á- horfendur „heimska miðstéttar- mangara, sem sæmra væri að sitja heima og horfa á sjónvarp.“ Það var tekið i hann að aftan og hann dreginn nauðugur viljugur burt af sviðinu. „Hversvegna gerði hann þetta?“ spurðum við. „Hafði hann slíka fyrirlitningu á þessu fólki?“ „Fjarri fór því,“ sagði hún með fyllstu alvöru. „Ástæðan var engin önnur en sú, að hann hafði reiðzt mér af því að ég afsagði að sækja frakkann hans.“ „Frakkann hans?“ „Já. Hann hafði varið fyrstu rit- launum sínurn í New York til að kaupa sér fallegan dökkbláan frakka hjá Brook Brothers. Hann hafði kostað tvö hundruð og áttatíu doll- ara. Ég vissi að honum þótti vænt um þennan frakka og að hann var hreykinn af honum. En ég sagði að hann skyldi sækja hann sjálfur. Ég sagðist ekki skyldi vera hans sendissveinn meðan hann hefði tvo fætur jafnlanga. „Af þessu hlutust svo hörkuáflog. Síðan fór hann á fyllirí. Seinast í leikhúsið með þeim afleiðingum, sem ég nefndi. írar í New York, sem ekki máttu vamm sitt vita, né að blettur félli á land og þjóð, heldur höfðu keppzt við að afsanna þá gömlu sögusögn, að írlendingar væru sífullir rónar, urðu nú hrellingu og harmi lostnir. Og svo kemur þessi hinn frægasti af írum, fyrir utan George Bernard Shaw, sem nokkru sinni hafði stig- ið fæti á land í New York, og gerði allt þeirra erfiði að engu á svip- stundu. Behan sagðist skyldi taka þátt í göngunni á sankti Patriks degi. Þeir sem fyrir þessu stóðu þorðu ekki að taka á sig áhættuna. Brendan hafði þessi orð um það: „Ætli það verði þá nokkuð af þess- ari göngu, fyrst enginn drykkju-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.