Úrval - 01.05.1966, Síða 73

Úrval - 01.05.1966, Síða 73
BEATRICE OG BRENDAN BEHAN 71 maður má vera með. Hverjir ættu það þá að vera, sem ganga?“ En ekki fékk hann að vera með. Ekki voru allir á einu máli um það að fordæma framkomu Brend- ans í leikhúsinu. Sumir héldu þetta hafa verið auglýsingabrellu — sem það raunar var ekki. Þá voru aðrir sem dáðust að hrein- skilni hans þó hann drukkinn væri. Svartur leikritahöfundur, Dick Gregory, bað hann að fara til Suð- ur-Ameríku, en þar var þá verið að sýna The Hostage, endurtaka þetta atriði sitt, og halda þrumandi skammaræðu um kynþáttaágrein- inginn. „Ég neyddi Behan til að afsegja þetta,“ sagði Beatrice. „Ef hann hefði gert þetta allsgáður, hefði hann orðið sér til skammar. Raunar var honum ekki sama um svertingjana. Til þess hafði hann fengið um of að kenna á því að vera af kúgaðri þjóð. En ekki líkaði svertingjum í New York allt sem hann sagði. Einu sinni sagðist hann óska þess að Irar væru fæddir grænir. „Hör- undslit er illt að breyta, sagði hann og svíkja svo lit,“ sagði hann. Margir Irar breyta málhreimi sín- um og tungutaki, og látast vera Englendingar!" Vorið 1963 sneru þau hjónin heim til írlands. Beatrice var þá með barni. „Brendan var himin- lifandi og ég líka,“ sagði hún. „Eftir átta ár áttum við í fyrsta sinn von á barni. Ég var þrjátíu og átta ára, og þetta var fyrsta fæðing, en ég tók því með rósemi. Mig langaði til að barnið yrði meybarn. Mig lang- aði ekki til að ala upp annan eins uppreisnarmann og föðurinn.“ Áður en Beatrice giftist hafði hún að dæmi föður síns verið list- málari. En eftir að hún giftist hafði hún ekki sinnt störfum nema að annast þennan listamann, mann sinn. En nú tók hún sig til og skrif- aði bréf handa barni sínu óbornu að lesa síðar. „Þetta er langt bréf. Það var aldrei gefið út,“ sagði hún afsak- andi. Hún fékk okkur það einu sinni þegar við komum frá kirkju ásamt henni. „Þú átt að lesa þetta einhvern- tíma, og þá muntu sjá að við biðum eftir þér með eftirvæntingu,“ stendur í bréfinu. „Þú komst seint á ævi minni en ekki ertu óvel- komnari fyrir því. Ég er feginn að ég skyldi bíða eftir þér í stað þess að taka barn. En ekki verður ævi þín laus við vanda, því margir af þeim sem dálæti hafa á þér munu segja við þig: „Ég þekkti föður þinn.“ Ekki er víst að allir tali jafn vel um þann mann. En svarirðu þessu fólki, þá skaltu muna þetta: Faðir þinn er góður maður, hann hefur setið í fangelsi fyrir sannfæringu sína.“ „Þér mun verða sagt að hann sé drykkjumaður. Það er satt. En trúðu því ekki þó þeir segi að hann geti ekki áfengislaus verið. Hann getur verið í jafngóðu skapi án þess. Þú munt sjá mikið af drykkjuskap í uppvexti þínum. En hvorugt okkar mun leyfa þér að snerta áfenga drykki fyrr en þú ert 21 árs. Það er betra að dansa og skemmta sér með kátum ungl- ingum en sitja á veitingastofum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.