Úrval - 01.05.1966, Síða 73
BEATRICE OG BRENDAN BEHAN
71
maður má vera með. Hverjir ættu
það þá að vera, sem ganga?“ En
ekki fékk hann að vera með.
Ekki voru allir á einu máli um
það að fordæma framkomu Brend-
ans í leikhúsinu. Sumir héldu
þetta hafa verið auglýsingabrellu
— sem það raunar var ekki. Þá
voru aðrir sem dáðust að hrein-
skilni hans þó hann drukkinn væri.
Svartur leikritahöfundur, Dick
Gregory, bað hann að fara til Suð-
ur-Ameríku, en þar var þá verið
að sýna The Hostage, endurtaka
þetta atriði sitt, og halda þrumandi
skammaræðu um kynþáttaágrein-
inginn.
„Ég neyddi Behan til að afsegja
þetta,“ sagði Beatrice. „Ef hann
hefði gert þetta allsgáður, hefði hann
orðið sér til skammar. Raunar var
honum ekki sama um svertingjana.
Til þess hafði hann fengið um of
að kenna á því að vera af kúgaðri
þjóð. En ekki líkaði svertingjum í
New York allt sem hann sagði.
Einu sinni sagðist hann óska þess
að Irar væru fæddir grænir. „Hör-
undslit er illt að breyta, sagði
hann og svíkja svo lit,“ sagði hann.
Margir Irar breyta málhreimi sín-
um og tungutaki, og látast vera
Englendingar!"
Vorið 1963 sneru þau hjónin
heim til írlands. Beatrice var þá
með barni. „Brendan var himin-
lifandi og ég líka,“ sagði hún. „Eftir
átta ár áttum við í fyrsta sinn von
á barni. Ég var þrjátíu og átta ára,
og þetta var fyrsta fæðing, en ég
tók því með rósemi. Mig langaði til
að barnið yrði meybarn. Mig lang-
aði ekki til að ala upp annan eins
uppreisnarmann og föðurinn.“
Áður en Beatrice giftist hafði
hún að dæmi föður síns verið list-
málari. En eftir að hún giftist hafði
hún ekki sinnt störfum nema að
annast þennan listamann, mann
sinn. En nú tók hún sig til og skrif-
aði bréf handa barni sínu óbornu
að lesa síðar.
„Þetta er langt bréf. Það var
aldrei gefið út,“ sagði hún afsak-
andi. Hún fékk okkur það einu
sinni þegar við komum frá kirkju
ásamt henni.
„Þú átt að lesa þetta einhvern-
tíma, og þá muntu sjá að við biðum
eftir þér með eftirvæntingu,“
stendur í bréfinu. „Þú komst seint
á ævi minni en ekki ertu óvel-
komnari fyrir því. Ég er feginn
að ég skyldi bíða eftir þér í stað
þess að taka barn. En ekki verður
ævi þín laus við vanda, því margir
af þeim sem dálæti hafa á þér
munu segja við þig: „Ég þekkti
föður þinn.“ Ekki er víst að allir
tali jafn vel um þann mann. En
svarirðu þessu fólki, þá skaltu muna
þetta: Faðir þinn er góður maður,
hann hefur setið í fangelsi fyrir
sannfæringu sína.“
„Þér mun verða sagt að hann
sé drykkjumaður. Það er satt. En
trúðu því ekki þó þeir segi að hann
geti ekki áfengislaus verið. Hann
getur verið í jafngóðu skapi án
þess. Þú munt sjá mikið af
drykkjuskap í uppvexti þínum. En
hvorugt okkar mun leyfa þér að
snerta áfenga drykki fyrr en þú
ert 21 árs. Það er betra að dansa
og skemmta sér með kátum ungl-
ingum en sitja á veitingastofum.