Úrval - 01.05.1966, Page 79
ffuuiíinfiii
íiiip
reglur ýmissa spila1
sölubók.
pilamennska er helzta
tómstundagaman vest-
rænna manna. Tugir
milljóna spila eru seld
S árlega og „Opinberar
er stöðug met-
Enginn veit, hver fann upp spilin.
Menn hneigjast almennt að því, að
það hafi verið kínverski keisarinn
Seun-Ho. Á 12. öld var mikið uppi-
stand og ósamkomulag í kvenna-
búrinu hans. Hann reyndi að gera
sitt ýtrasta til þess að stilla til frið-
ar milli kvenna sinna, og í þeim til-
gangi kenndi hann þeim spil, sem
hann lék með 120 spilum.
Önnur skoðun er sú, að spila-
mennskan sé upprunnin í Indlandi.
Hin fyrstu indversku spil voru þunn-
ar fílabeinsþynnur, skreyttar með
myndum af sögulegum persónum og
árstíðunum. Samkvæmt iiidverskri
sögn á eiginkona indversks fursta að
hafa fundið upp spilin til þess að
venja manninn sinn af því að vera
sífellt að toga í skegg sér.
Mönnum kemur ekki saman um,
hvenær spilin bárust til Evrópu,
enda má um slíkt deila. ítalir segja,
að krossfararnir, sem sneru aftur úr
krossferðum sínum, hafi fengið þau
að láni hjá Serkjum. Spánverjar
halda, að þegar Márar gerðu inn-
rás í Spájn, hafi þeir komið með spil-
in með sér. Stundum er sagt, að
spilin hafi borizt með Sígaunum til
Evrópu, en Sígaunar komu að visu
ekki til Evrópu fyrr en árið 1417,
og vitað er, að spilað var á spil þeg-
ar á árunum eftir 1350.
Elztu evrópsku spilin eru ítölsku
Diner's Club Magazine
77