Úrval - 01.05.1966, Qupperneq 88
86
ÚRVAL
brezka herforingjaráSsins, haldið
fram ákveðinni skoðun, hvað sókn-
ina gegn Þýzkalandi snerti, og reynt
að vinna henni fylgi. Þeir voru fylgj-
andi leiftursókn beint inn í hjarta
Þýzkalands á einum stað, en ekki
sókn, sem dreifðist um alla fram-
línuna. Montgomery hafði lagt á-
ætíun þessa fyrir Eisenhower næst-
um strax eftir fall Parísar: „Nú er
hernaðurinn kominn á það stig, að
líklegt er, að slík öflug leiftursókn
allt til Berlínar mundi heppnast og
binda þannig enda á stríðið við Þjóð-
verja“.
Montgomery hélt því fram ,að her-
afli Breta og Bandaríkjamanna
hefði ekki nægilega möguleika til
nógu greiðrar birgðaöflunar og
birgðaflutnings, er um yrði að ræða
tvær hliðstæðar sóknaröldur að
vestan inn í Þýzkaland. Að hans
áíiti gat aðeins orðið um eina sókn-
aröldu að ræða, hans eigin sókn, og
sú sókn mundi krefjast „allra
birgða- og viðgerðamöguleika, sem
fyrir hendi væru“. Annar hernað-
arrekstur yrði að notast við þær
leifar, sem þá yrðu eftir til ráð-
stöfunar hverju sinni.
Aætlunin var mjög frumleg og
bar vott um liíandi ímyndunarafl.
En í henni var líka fólgin áhætta.
Hún- gæti endað með skjótum og á-
kveðnum sigri eða algerum ófarn-
aði. Eisenhower fannst áhættan vera
of mikil. Hann var á þeirri skoðun,
að fyrst væri alveg lífsnauðsyniegt
að ná hafnarborgunum Le Havre
og Antwerpen og hefja birgðaflutn-
inga um þær, sem „yrðu undirstaða
öflugrar og stöðugrar sóknar allt
inn í hjarta Þýzkalands“.
Hann vildi, að sótt yrði fram á
mjög breiðu svæði, herirnir skyldu
halda yfir Rín og ná Ruhrdalnum,
hinu geysilega iðnaðarhéraði, á sitt
vald, áður en þeir reyndu að „ná
stærsta vinningnum“.
Það voru liðnir 7 mánuðir, síðan