Úrval - 01.05.1966, Page 95
HVERJIR TAKA BERLÍN?
93
virðingum yfir yfirmann herliðsins,
sem sókninni hafði stjórnað, sjálft
herliðið, Guderian og allt herfor-
ingjaráðið. Guderian missti skyndi-
lega stjórn á sér. „Vitleysa“! hróp-
aði hann. „Þetta er vitleysa"!
Þeir Hitler og Guderian voru báð-
ir í slíku uppnámi, að þeim var um
megn að ræðast við á venjulegan
hátt, heldur hófu þeir svo ofsalegt
og ógnvekjandi rifrildi, að yfirmenn
þeir og aðstoðarmenn, sem fundinn
sátu, voru sem lamaðir af skelfingu.
Hitler jós sér yfir herforingjaráðið
og sagði, að þeir væru „heiglar, fá-
bjánar og fífl“ og þeir hefðu stöðugt
„blekkt hann, gefið honum rangar
upplýsingar og farið á bak við
hann“.
Guderian heimtaði, að hann sann-
aði þessi orð sín. Hafði Gehlen hers-
höfðingi „gefið Hitler rangar upp-
iýsingar“, þegar hann varaði Hitler
við hinum ofsalega styrk Rússann*
í njósnaskýrslu sinni? En skýrslu þá
hafði Hitler einmitt kallað þvætt-
ing. Guderian svaraði sjálfur þess-
ari spurningu sinni, þegar hann
öskraði: „Nei“!
Að lokum greip óttasleginn með-
limur herforingjaráðsins í Guderian
og dró hann svolítið afsíðis, á með-
an hinir stumruðu yfir Hitler, sem
hafði hlammað sér alveg örmagna
niður í stól. Eftir dálitlar fortölur
tókst þeim að fá Guderian til þess
að fara út úr skrifstofunni. Þegar
hann kom aftur stundarfjórðungi
síðar, hafði Hitler tekið við fund-
arstjórninni aftur, eins og ekkert
hefði í skorizt. Hann sagði bara við
Guderian, ósköp kuldalega: „Gud-
erian hershöfðingi, líkamleg heilsa
yðar krefst þess, að þér takið yður
tafarlaust 6 vikna sjúkraleyfi".
Sá síðasti hinna frægu hershöfð-
ingja Hitlers var nú horfinn af sjón-
arsviðinu. Og með honum hurfu síð-
ustu leifarnar af heilbrigðri dóm-
greind úr bækistöðvum þýzka her-
foringjaráðsins. Nú var ekki lengur
um að ræða neinn hreinskilinn Gud-
erian, sem mundi styðja Heinrici,
þegar hann héldi á fund Hitlers til
þess að ræða við hann um vanda-
mál Odervígstöðvanna. Heinrici átti
að hitta Foringjann miðvikudaginn
4. apríl, og skyldi þá halda mikla
ráðstefnu.
Upphaf biturrar deilu.
Það var á föstudaginn langa, þann
30. marz, í byrjun páskahelgarinn-
ar. Roosevelt forseti var kominn til
Warm Springs í Georgíufylki til
þess að dvelja þar um helgina. Mik-
ill mannfjöldi hafði safnazt þar sam-
an og beið þess að taka á móti for-
setanum. Undrunarkliður fór um
hópinn, þegar forsetinn birtist.
Leyniþjónustumaður einn bar for-
setann í fanginu út úr lestinni. For-
setinn var næstum hreyfingarlaus,
og líkami hans var slyttislegur.
Hann veifaði ekki glaðlega í kveðju-
skyni, líkt og annars var vani hans.
Mörgum áhorfendum virtist Roose-
velt næstum vera í eins konar dái,
líkt og hann gerði sér aðeins óljósa
grein fyrir því, sem fram fór. Mönn-
um brá mjög í brún við þetta. Mann-
fjöldinn beið þegjandi, þar til for-
setabílnum var ekið hægt burt.
I Lundúnum veifaði Winston
Churchill til mannfjöldans, þegar
hann lagði upp í bílferð til Cheq-