Úrval - 01.05.1966, Page 95

Úrval - 01.05.1966, Page 95
HVERJIR TAKA BERLÍN? 93 virðingum yfir yfirmann herliðsins, sem sókninni hafði stjórnað, sjálft herliðið, Guderian og allt herfor- ingjaráðið. Guderian missti skyndi- lega stjórn á sér. „Vitleysa“! hróp- aði hann. „Þetta er vitleysa"! Þeir Hitler og Guderian voru báð- ir í slíku uppnámi, að þeim var um megn að ræðast við á venjulegan hátt, heldur hófu þeir svo ofsalegt og ógnvekjandi rifrildi, að yfirmenn þeir og aðstoðarmenn, sem fundinn sátu, voru sem lamaðir af skelfingu. Hitler jós sér yfir herforingjaráðið og sagði, að þeir væru „heiglar, fá- bjánar og fífl“ og þeir hefðu stöðugt „blekkt hann, gefið honum rangar upplýsingar og farið á bak við hann“. Guderian heimtaði, að hann sann- aði þessi orð sín. Hafði Gehlen hers- höfðingi „gefið Hitler rangar upp- iýsingar“, þegar hann varaði Hitler við hinum ofsalega styrk Rússann* í njósnaskýrslu sinni? En skýrslu þá hafði Hitler einmitt kallað þvætt- ing. Guderian svaraði sjálfur þess- ari spurningu sinni, þegar hann öskraði: „Nei“! Að lokum greip óttasleginn með- limur herforingjaráðsins í Guderian og dró hann svolítið afsíðis, á með- an hinir stumruðu yfir Hitler, sem hafði hlammað sér alveg örmagna niður í stól. Eftir dálitlar fortölur tókst þeim að fá Guderian til þess að fara út úr skrifstofunni. Þegar hann kom aftur stundarfjórðungi síðar, hafði Hitler tekið við fund- arstjórninni aftur, eins og ekkert hefði í skorizt. Hann sagði bara við Guderian, ósköp kuldalega: „Gud- erian hershöfðingi, líkamleg heilsa yðar krefst þess, að þér takið yður tafarlaust 6 vikna sjúkraleyfi". Sá síðasti hinna frægu hershöfð- ingja Hitlers var nú horfinn af sjón- arsviðinu. Og með honum hurfu síð- ustu leifarnar af heilbrigðri dóm- greind úr bækistöðvum þýzka her- foringjaráðsins. Nú var ekki lengur um að ræða neinn hreinskilinn Gud- erian, sem mundi styðja Heinrici, þegar hann héldi á fund Hitlers til þess að ræða við hann um vanda- mál Odervígstöðvanna. Heinrici átti að hitta Foringjann miðvikudaginn 4. apríl, og skyldi þá halda mikla ráðstefnu. Upphaf biturrar deilu. Það var á föstudaginn langa, þann 30. marz, í byrjun páskahelgarinn- ar. Roosevelt forseti var kominn til Warm Springs í Georgíufylki til þess að dvelja þar um helgina. Mik- ill mannfjöldi hafði safnazt þar sam- an og beið þess að taka á móti for- setanum. Undrunarkliður fór um hópinn, þegar forsetinn birtist. Leyniþjónustumaður einn bar for- setann í fanginu út úr lestinni. For- setinn var næstum hreyfingarlaus, og líkami hans var slyttislegur. Hann veifaði ekki glaðlega í kveðju- skyni, líkt og annars var vani hans. Mörgum áhorfendum virtist Roose- velt næstum vera í eins konar dái, líkt og hann gerði sér aðeins óljósa grein fyrir því, sem fram fór. Mönn- um brá mjög í brún við þetta. Mann- fjöldinn beið þegjandi, þar til for- setabílnum var ekið hægt burt. I Lundúnum veifaði Winston Churchill til mannfjöldans, þegar hann lagði upp í bílferð til Cheq-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.