Úrval - 01.05.1966, Qupperneq 96
94
ÚRVAL
uers, sveitarseturs síns. í munni hans
gat að líta hinn velþekkta Churchiil-
vindil. Hann var áhyggjufullur og
reiður þrátt fyrir glaðlegt yfirbragð.
í skjöium hans var afrit af „SCAF
252“, símskeyti Eisenhowers til Stal-
íns. Samvinna þeirra Churchills og
Eisenhowers hafði staðið í næstum
3 ár, en nú var Churchill í fyrsta
skipti bálreiður hershöfðingjanum.
Churchill áleit, að samkvæmt þess-
ari nýju sóknaráætlun Eisenhowers,
„kynni brezka herliðið að verða
dæmt til næstum algers aðgerðar-
leysis í Norður-Þýzkalandi“. ,Og
hann gat vart um annað hugsað en
hættuna, sem fólst í því „að van-
rækja Berlín og láta Rússunum
borgina alveg eftir“. Símskeytin
þutu hvert af öðru á milli æðstu
manna heraflans í Lundúnum, Wash-
ington og SHAEF, á meðan bitur
deila myndaðist smám saman við-
víkjandi „SCAF 252“.
Þetta tímabil var mikil örlaga-
stund. Churchill vissi ekki, hve
veikur Roosevelt var í raun og veru.
En um tíma hafði hann verið undr-
andi og órólegur vegna bréfasam-
bandsins við forsetann. Síðar við-
hafði hann þessi orð um þetta: „Ég
áleit, að ég væri að ávarpa trúan
vin og samstarfsmann í hinum löngu
skeytum mínum, en hann hlustaði
ekki lengur að fullu eftir orðum
mínum. Þetta voru dýrar vikur fyr-
ir alla aðilja".
En samt ollu hin hríðversnandi
stjórnmálatengsl Vesturveldanna og
Rússlands honum enn meiri áhyggj-
um. Grunur Churchills um fyrirætl-
anir Stalíns að stríði loknu hafði
farið stöðugt vaxandi, allt frá því,
að hinir „Þrír stóru“ hittust á Jalta-
fundinum í febrúarmánuði. Sovézki
forsætisráðherrann hafði algerlega
hunzað öll loforð, sem hann hafði
gefið þar. Nú var ýmislegt nýtt og
ógnvænlegt stöðugt að koma greini-
legar í ljós, eftir því sem dagarnir
liðu hver af öðrum.
Sovétríkin voru að gleypa alla
Austur-Evrópu hægt og sígandi.
Brezkar og bandarískar sprengju-
flugvélar, sem lentu á flugvöllum
að baki víglínu Rauða hersins vegna
eldsneytisskorts eða vélarbilana,
voru nú kyrrsettar ásamt áhöfnum
þeirra. Stalín hafði áður lofað því,
að bandarískum sprengjuflugvélum
skyldu heimil afnot af slíkum flug-
völlum og aðstaða á þeim, en nú
var þvertekið fyrir slíkt. Rússum
var veittur frjáls aðgangur að frels-
uðum herfangabúðum í Vestur-
Þýzkalandi, svo að þeir gætu endur-
heimt þaðan hersveitir sínar. En á
hinn bóginn neituðu Rússar fulltrú-
um Vesturveldanna um leyfi til þess
að stíga fæti sínum í frelsaðar her-
fangabúðir í Austur-Evrópu, veita
þar brezkum og amerískum her-
mönnum nokkra hjálp eða flytja
þá burt þaðan. Og það var jafnvel
enn alvarlegra, að Stalín hafði gef-
ið í skyn, að „fyrrverandi sovézkir
herfangar, sem nú væru í banda-
rískum fangabúðum, yrðu fyrir
slæmri meðferð og ólöglegum of-
sóknum, þar á meðal barsmíð og
höggum“.
Meðan á þessu stóð, hélt hinn að-
þrengdi Eisenhower áfram að svara
símskeytum í aðalbækistöðvum sín-
um í Reims og útskýra afstöðu sína.
„Ég hafði alltaf haldið því fram, að