Úrval - 01.05.1966, Side 124
122
ÚRVAL
höfðu birzt augum þeirra, rninntust
þeirra enn með ofsareiði. Þeir
minntust tærðra beinagrinda, sem
reikuðu í áttina til þeirra, enn gædd-
ar lífsvilja, sem var nú þeirra eina
eign, sú eign, sem hafði bjargað
þeim frá því að líða undir lok und-
ir ógnarstjórn nazista. Þeir minntust
fjöldagrafanna í gryfjum og skurð-
um. Þeir minntust raða líkbrennslu-
ofnanna, sem voru troðfullir af
brenndum beinum, þögul og hrylli-
leg vitni um hina kerfisbundnu út-
rýmingu „hinna stjórnmálalegu
fanga“, sem höfðu verið drepnir,
vegna þess að „þeir voru bara Gyð-
ingar“, eins og einn fangavörðurinn
í Buchenwald orðaði það.
í Ohrdruffangabúðunum, sem 3.
bandaríski herinn kom til þann 12.
apríl, gekk Patton hershöfðingi,
einn af hörðustu yfirmönnum banda-
ríska hersins, í gegnum aftökuklef-
ana. Svo sneri hann sér undan með
tárvott andlit og fékk ofsaleg upp-
köst. Næsta dag skipaði Patton í-
búum nærliggjandi smábæjar sem
sögðust ekkert hafa vitað um á-
standið í fangabúðunum, að skoða
fangabúðirnar sjálfir. Þeir, sem voru
tregir til þess að fara inn í fanga-
búðirnar, nutu fylgdar hermanna
með byssur á lofti. Næsta morgun
hengdu bæjarstjórinn og kona hans
sig bæði tvö.
Hin sálrænu áhrif fangabúðanna á
liðsforingjana og hina óbreyttu her-
menn voru stórkostleg. Nú spratt
upp harður vilji í huga þeirra, vilji,
sem miðaði aðeins að því einu að
sigra og sigra sem allra fyrst. Og
vilji þessa þurrkaði út allar aðrar
tilfinningar í hugum manna þeirra,
sem litið höfðu hinar leyndu hryll-
ingsógnir. Eisenhower var svipað
innanbrjósts. En hann varð að end-
urskip'uleggja staðsetningu hinna
dreifðu herja sinna, áður en hann
gæti hafið lokasóknina. Að kvöldi
þess 14. apríl sendi Eisenhower
skeyti til Washington frá bæki-
stöðvum sínum í Reims. í skeytinu
lýsti hann framtíðaráætlunum sín-
um.
Hann sagðist álíta, að það væri
„æskilegast að sækja fram allt til
Berlínar, þar eð óvinirnir mundu
kannske safna saman liði umhverfis
borgina henni til varnar og þar eð
fall borgarinnar mundi hafa mikil
áhrif á baráttuvilja óvinanna og
einnig okkar eigin manna“. Svo
bætti hann við: „Það sjónarmið
verður samt að víkja og slík fram-
kvæmd að bíða, nema okkur gangi
miklu fljótar að styrkja fylkingar-
arma okkar en við er búizt“.
Aætlun hans var þessi í stuttu
máli: 1) „að halda örugglega velli
og styrkja aðstöðuna á miðsvæðinu
við Elbe; 2) að hefja sókn í áttina
til Lúbeck og Danmerkur; og 3) að
hefja „öfluga sókn“ til þess að ná
sambaftdi við sovézkar hersveitir í
Dónárdalnum og mola „þjóðarvirki
Þýzkalands“ í suðri. „Þar eð sókn-
in til Berlínar verður að bíða, þar til
vitað er um árangurinn af þessum
þrem ofangreindu fyrirætlunum“,
sagði Eisenhower, „þá er slíkt ekki
þáttur í áætlun minni“.
Alla aðfaranótt þess 14. apríl
streymdu menn „Tötrasirkusins" og
2. bryndrekaherfylkisins yfir brýr
83. herfylkisins við Barby (önnur