Úrval - 01.05.1966, Side 124

Úrval - 01.05.1966, Side 124
122 ÚRVAL höfðu birzt augum þeirra, rninntust þeirra enn með ofsareiði. Þeir minntust tærðra beinagrinda, sem reikuðu í áttina til þeirra, enn gædd- ar lífsvilja, sem var nú þeirra eina eign, sú eign, sem hafði bjargað þeim frá því að líða undir lok und- ir ógnarstjórn nazista. Þeir minntust fjöldagrafanna í gryfjum og skurð- um. Þeir minntust raða líkbrennslu- ofnanna, sem voru troðfullir af brenndum beinum, þögul og hrylli- leg vitni um hina kerfisbundnu út- rýmingu „hinna stjórnmálalegu fanga“, sem höfðu verið drepnir, vegna þess að „þeir voru bara Gyð- ingar“, eins og einn fangavörðurinn í Buchenwald orðaði það. í Ohrdruffangabúðunum, sem 3. bandaríski herinn kom til þann 12. apríl, gekk Patton hershöfðingi, einn af hörðustu yfirmönnum banda- ríska hersins, í gegnum aftökuklef- ana. Svo sneri hann sér undan með tárvott andlit og fékk ofsaleg upp- köst. Næsta dag skipaði Patton í- búum nærliggjandi smábæjar sem sögðust ekkert hafa vitað um á- standið í fangabúðunum, að skoða fangabúðirnar sjálfir. Þeir, sem voru tregir til þess að fara inn í fanga- búðirnar, nutu fylgdar hermanna með byssur á lofti. Næsta morgun hengdu bæjarstjórinn og kona hans sig bæði tvö. Hin sálrænu áhrif fangabúðanna á liðsforingjana og hina óbreyttu her- menn voru stórkostleg. Nú spratt upp harður vilji í huga þeirra, vilji, sem miðaði aðeins að því einu að sigra og sigra sem allra fyrst. Og vilji þessa þurrkaði út allar aðrar tilfinningar í hugum manna þeirra, sem litið höfðu hinar leyndu hryll- ingsógnir. Eisenhower var svipað innanbrjósts. En hann varð að end- urskip'uleggja staðsetningu hinna dreifðu herja sinna, áður en hann gæti hafið lokasóknina. Að kvöldi þess 14. apríl sendi Eisenhower skeyti til Washington frá bæki- stöðvum sínum í Reims. í skeytinu lýsti hann framtíðaráætlunum sín- um. Hann sagðist álíta, að það væri „æskilegast að sækja fram allt til Berlínar, þar eð óvinirnir mundu kannske safna saman liði umhverfis borgina henni til varnar og þar eð fall borgarinnar mundi hafa mikil áhrif á baráttuvilja óvinanna og einnig okkar eigin manna“. Svo bætti hann við: „Það sjónarmið verður samt að víkja og slík fram- kvæmd að bíða, nema okkur gangi miklu fljótar að styrkja fylkingar- arma okkar en við er búizt“. Aætlun hans var þessi í stuttu máli: 1) „að halda örugglega velli og styrkja aðstöðuna á miðsvæðinu við Elbe; 2) að hefja sókn í áttina til Lúbeck og Danmerkur; og 3) að hefja „öfluga sókn“ til þess að ná sambaftdi við sovézkar hersveitir í Dónárdalnum og mola „þjóðarvirki Þýzkalands“ í suðri. „Þar eð sókn- in til Berlínar verður að bíða, þar til vitað er um árangurinn af þessum þrem ofangreindu fyrirætlunum“, sagði Eisenhower, „þá er slíkt ekki þáttur í áætlun minni“. Alla aðfaranótt þess 14. apríl streymdu menn „Tötrasirkusins" og 2. bryndrekaherfylkisins yfir brýr 83. herfylkisins við Barby (önnur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.