Úrval - 01.05.1967, Side 3
Úrval
Útgefandi: Hilmir h.f., Skipholti
33, Sími 35320, P.O. Box 533, Rvfk.
Ritstjórn:
Sigurpáll Jónsson (ábm.),
Dreifingarstjóri:
Óskar Karlsson.
Afgreiðsla:
Blaðadreifing, Skipholti 33,
Sími 35320.
Káputeikning:
Halldór Pétursson
Prentun og bókband
Hilmir h.f.
Myndamót:
Rafgraf h.f
Kemur út mánaðarlega - Verð ár-
gangs kr. 400.00. í lausasölu kr. 40.00
Maður hér Jóhann; hann bjó á
Egilsstöðum í Vopnafirði og var
kallaður hinn þýzki. Hann var uppi
á sama tíma og Brynjólfur biskup
í Skálholti. Frá bví er sagt að smala-
stúlka hans gekk einu sinni til
sauða. Skarð er á fjallinu upp af
bænum sem kallað er Kvíslarskarð.
Þangað gekk hún til sauðanna. En
þegar hún kom heim mælti hún
þetta fram:
1. „Kom ég upp í Kvíslarskarð,
kátleg stúlkan fyrir mér varð;
fögur var hún og fríð að sjá,
fallega leizt mér hana á.
2. Blátt var pils á baugalín,
blóðrauð líka svuntan fín,
litrauð treyja, lindi grænn,
líka sauktfaldur vænn.
3. Ekkert hafði ég af henni tal,
undir sat hún sínum sal;
opið stóð þ'ar bergið blátt,
beint var það í hálfa gát.
4. Kópur aldrei kjafti hélt,
kátlegt hafði hann urr og gelt;
sauðir höfðu sig af stað;
seimaskorðinn gáði að.
5. Laukaskorðin leit þá við,
lengur hafði hún eigi bið,
inn í steininn arka vann;
aftur luktist sjálfur hann.“
J
Úr Þjóðsögum Jóns Árnasonar.