Úrval - 01.05.1967, Blaðsíða 105
MADAME SARAH
103
Svo opnaði hún sjúkrahúsið sitt.
Brátt fór hún svo aftur á stúfana
og bar fram nýja bón við lögreglu-
stjórann. Veðrið var hráslagalegt og
nístingskalt. Þegar hún kom til
skrifstofu hans, sat hann í óupphit-
aðri skrifstofu sinni í loðfóðruðum
yfirfrakka og reyndi af fremsta
megni að halda á sér hita. Þegar
viðtali þeirra var lokið, hafði Sarah
ekki aðeins fengið loforð hans um
matvæli og sjúkragögn og lyf handa
sjúkrahúsi hennar, heldur var hún
líka búin að krækja í yfirfrakkann
hans. Hún útskýrði það fyrir honum,
að hún þyrfti frakkans nauðsynlega
með handa einum af sjúklingunum,
sem væri farinn að hafa fótavist, en
það biði mjög særður maður eftir
að fá rúmið hans.
í næsta skipti sem hún hélt á
fund lögreglustjórans til þess að
betla um matvæli handa sjúkra-
húsinu, var hann kominn með bron-
kitis. Hann hafði kvefazt svona illi-
lega. Og hann lokaði eina, slitna
yfirfrakkann, sem hann átti eftir í
eigu sinni, inni í fataskáp, áður en
hann hóf viðtalið við hana. Og þessi
varnaðarorð bárust um alla borg-
ina: „Komið ekki nálægt Odéon-
leikhúsinu í hlýjum fötum. Sarah
Bernhardt rifur þau utan af ykkur
handa einhverjum af sjúklingunum
sínum.“
Þessi 26 ára gamla, heilsuveila
leikkona starfaði nú af slíkum
fítonskrafti, að þar var sem væri
heiil hópur manna að verki. Hún
gengdi hjúkrunarstörfum og aðstoð-
aði læknana við erfiðar aðgerðir án
þess að blikna eða blána. Hún héit á
fati, meðan læknarnir tóku útlim af
særðum hermanni eða krukkuðu í
hann í leit að kúlum. Hún bjó sjálf
um sár, sem lyktuðu langar leiðir
af ígerð og drepi. Nú hófst einn
harðasti vetur í manna minnum.
Borgarbúar börðust örvæntingar-
fullri baráttu fyrir lífi sínu. Hún og
samstarfsmenn hennar sultu oft
heilu hungri, til þess að unnt reynd-
ist að fæða sjúklingana.
Dag einn var komið inn í sjúkra-
húsið með prússneskan fanga. Það
var liðsforingi. Þótt hann væri
sjálfur alvarlega særður, var hann
fullur af rembingi hins prússneska
sigurvegara. „Innan 48 stunda mun
París gefast upp“, sagði hann hreyk-
inn. ,,Við vitum, að þið verðið nú
að leggja ykkur til munns rottur
og mýs.“ Þetta kvöld færði Sarah
Þjóðverjanum kvöldmatinn sjálf.
Hún sagði, er hún rétti honum mat-
inn: „Nú sjáið þér, hvernig við
sveltum, maður minn.“ A bakkan-
um var bringa af ljúffengum kjúkl-
ingi. Kjúklingurinn var úr einka-
hæsnabúi Söru. Hún hafði keypt dá-
lítinn hóp af hæsnum og gæsum
í byrjun umsátursins og hýsti allan
söfnuðinn í búningsherbergi sínu.
Dag einn krafðist ungur hermaður
inngöngu í Odéonsjúkrahúsið. Þetta
var ljóshærður og bláeygður piltur.
Hann hafði særzt á vígstöðvunum.
Hann sagðist hafa tilbeðið Madomoi-
selle Söru í heil tvö ár úr sæti sínu
á efstu svölum Odéonleikhússins
og krafðist þess nú að fá að komast
sem sjúklingur i umsjá hennar.
Hann dvaldi ekki lengi í sjúkrahúsi
hennar í leikhúsinu, en allan tím-
ann fylgdist hann með hverri hreyf-
ingu hennar, líkt og honum birtist