Úrval - 01.05.1967, Blaðsíða 46

Úrval - 01.05.1967, Blaðsíða 46
44 ÚRVAL svarar um fimm töflum á viku á hvert mannsbarn. Enda þótt aspirín sé ódýrt, auð- fengið og furðulega meinlaust, vita menn ekkert meðal, sem gagni jafn- vel við jafnmörgum og margvísleg- um sjúkdómum. Væri það nýupp- götvað, þá væri ekkert líklegra en að því væri fagnað og á lofti haldið sem einu af undralyfjum nútímans. Það er líka alltaf verið að bæta við nýjum greinum notkunar þess og rannsaka verkanir þess á ýmsum sviðum. Nýlega voru t.d. gerðar við tauga- lækningastöðina í New Jersey í Princeton, af dr. Leonid Goldstein, rannsóknir, sem sýndu, að þrjár aspirintöflur hafa nokkurnvegin sömu áhrif á flesta menn og venju- leg inngjöf af phenobarbital eða meprobamat, sem er algengt sefandi lyf. Enn aðrar rannsóknir benda til þess að aspirín geti hamlað gegn einni tegund liðagiktar, sem er rýrnunarsjúkdómur og vinnur smámsaman á liðamótunum, vegna mikillar áreynslu. Aspirín er unnið með efnafræði- aðferðum úr venjulegri koltjöru og olíuafbrigðum, samkvæmt ákveð- inni formúlu, sem stendur í mörg- um efnafræðibókum handa byrjend- um. En lyfjafræðileg notkun þess er jafn margvísleg og efnafræði þess er einföld. Það hefur að minnsta kosti þrjár aðalverkanir, sem eru hver annarri greinilega frábrugðn- ar: dregur úr hitasótt, linar sárs- auka og eyðir bólgum. Lyfið virðist lækka hitann með verkunum sínum á „hitastillingar- stöð“ heilans, hleypir út svita og örvar blóðrennslið undir húðinni, en þetta jafnar hitann og eyðir hon- um. Athuganir benda til þess að sárs- aukadeyfing aspiríns sé í því fólg- in, að það dragi úr taugaviðbrögð- um í nánd við staðinn, sem veikur er, og stöðvar þannig sársaukann áður en hann nær til heilans. En morfín og önnur deyfilyf verka hinsvegar beint á sársaukastöðvar heilans. Það er ekki vitað til fulls, hvernig asprín fer að því að eyða bólgum, en lyfið er sérstaklega áhrifaríkt við liðagikt og giktarsjúkdómum. Eft- ir að kortison fannst árið 1949, var farið að nota þá hormóna að mestu við giktarkenndri liðaveiki í stað aspiríns, en svo komu í ljós skað- legar aukaverkarnir hormónanotk- unarinnar. Enda segir liðagiktar- stofnunin, að asprirín sé hættulaust, þegar rétt er með farið, en það verð- ur líka að hafa gát á notkun þess. Einstaka menn, líklega þó ekki fleiri en einn af þúsundi -— eru alltof næmir fyrir því, og hjá slíkum mönnum getur ein tafla valdið stór- hættulega astmakasti. Margir lækn- ar gefa ekki asprín sjúklingum með magasjúkdóma, því ef mjög mikið er af því tekið, getur það leitt til innvortisblæðinga. Hættulegt getur það orðið að taka inn ofstóran aspirínskammt. Að því er Heilsuverndarstöð Bandaríkjanna telur, er fleiri eitrunartilfelli að rekja til aspiríns en nokkurs ann- ars lyfs, og kemur það naumast á óvænt, þegar gætt er að því, hve algengt er að menn neyti þess hirðu- leysislega og í óhófi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.