Úrval - 01.05.1967, Blaðsíða 104

Úrval - 01.05.1967, Blaðsíða 104
102 ÚRVAL þarna skjálfandi af ótta og gat ekki yfirgnæft hávaðaseggina. Það heyrð- ist ekkert til hennar, því að þeir héldu áfram að blístra, stappa og krefjast þess, að Victor Hugo kæmi fram. En ótti hennar breyttist brátt í reiði. Bardagahugurinn náði tök- um á henni. Hún gekk fremst fram á brún leiksviðsins og rétti fram hendurnar, líkt og hún væri að sár- bæna fólkið um að þagna. Smámsaman dvínaði hávaðinn, og Sarah sagði skærum rómi, og það mátti greina íbyggni í rödd hennar: „Vinir, þér kjósið að verja málstað réttiætisins. Ætlið þér að gera það á þann hátt að gera Monsieur Dumas ábyrgan fyrir brottför Monsieur Hugo?“ Bragðið hreif. Áhorfendur fóru að hlægja og síðan að klappa. Ólætin hættu, og leikritið hélt áfram án frekari tafa nema ákafs lófaklapps öðru hverju í viðurkenningarskyni fyrir hinum stórkostlega leik Söru. Og þegar leiksýningunni var lokið, spenntu bandóðir stúdentar hestana frá vagni hennar og drógu sjálfir vagninn með Söru í um stræti Par- ísarborga og hrópuðu hástöfum: „Víkið úr vegi fyri henni Söru okk- ar.“ UMSÁTRIÐ UM PARÍS. Allt frá árinu 1869 var Sarah ein af vinsælustu leikkonunum við Odéonleikhúsið, og venjulega seld- ust allir miðar upp, þegar nafn hennar birtist í auglýsingunum. Þótt heilsa hennar væri aldrei sterk, lét hún slíkt aldrei hafa áhrif á starf sitt né lífshætti sína fyrr en sumarið 1870. Það var alltaf líf og fjör, þar sem hún fór, og allt í háalofti. En sumarið 1870 fékk hún blæðingu, sem varð til þess, að kraftar hennar þrutu í svo ríkum mæli, að henni var skipað að hvílast í nokkra mán- uði við heilsulind í Suður-Frakk- landi. í júlímánuði þetta ár hófst ein- mitt stríð milli Frakka og Prússa, og þegar komið var fram í septem- berlok, höfðu 160.000 þýzkir her- menn hafið umsátur um Parísarborg og höfðu þegar komið sér fyrir í yztu úthverfum borgarinnar. Hið mikla umsátur um París var nú haf- ið. Þegar Sarah frétti um hinar miklu ófarir franska hersins, hugs- aði hún ekki lengur um að öðlast fullan bata, heldur æddi hún til Parísar þvert ofan í skipanir lækna hennar. Henni tókst að koma litla syni sínum og öðrum ættingjum burt úr borginni, og síðan settist hún að í íbúð sinni og bjóst til að taka því, sem að höndum kynni að bera. Hún var næstum ein í íbúð sinni. Þar var aðeins eldabuskan hennar og Maddama Guérard, gömul vinkona móður hennar, sem hafði hugsað um Söru, er hún eignaðist drenginn, og haldið áfram að starfa fyrir hana sem einkaritari hennar. Flestum leikhúsunum hafði nú verið lokað, en þegar Comédie var opnað sem bráðabirgðasjúkraskýli fyri herinn, ákvað Sarah, að Odéon- leikhúsið skyldi einnig breytast í skýli fyrir hina særðu, og hún ákvað að skipuleggja þetta fyrirtæki upp á eigin spýtur. Lögreglustjórinn, sem var vinur hennar, gaf henni leyfi til þess að koma fyrir 32 sjúkrarúmum í forsal og and- dyri leikhússins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.