Úrval - 01.05.1967, Blaðsíða 76
74
hendi er næst í bílskúrnum 6-8 tím-
um síðar verður rafhlaða bílsins orð-
in fullhlaðin. Þegar mikið liggur
við og ekki er tími til þess að bíða
lengi eftir slíku, mun verða hægt
að fá skjóta hleðslu, kannske á 1-2
tímum.
Nýju rafknúnu bílarnir munu
fyrst og fremst verða gagnlegir í
borgunum og úthverfum þeirra, þar
sem það skiptir ekki svo geysilega
miklu máli, hversu langt bíllinn
kemst á hleðslunni eða hversu hratt.
Rafknúni bíllinn yrði til dæmis al-
veg fyrirtak til þess að nota til
aksturs í vinnu og úr. Það er mögu-
legt, að það verði alls ekkert dýrara
að reka hann en núverandi bíla, sem
svolgra í sig benzíni í stríðum
straumum, og þar að auki verða
þeir miklu hljóðlátari. Þegar raf-
knúinn bíll er stöðvaður í umferð-
inni, eyðir hann ekki neinum straum
og er algerlega hljóðlaus. í akstri
er hann alveg furðulega hljóðlátur.
Hið eina, sem rýfur þögnina, er
vindurinn og hljóðið, sem myndast
ÚRVAL
er hjólbarðarnir velta eftir vegin-
um.
Fyrr eða síðar, þegar rafmagns-
bílarnir komast kannske allt að 200
mílur á einni hleðslu og á hraða,
sem er hagkvæmur til aksturs á nú-
verandi hraðbrautum, gætu þessir
hreinu, hljóðlátu bílar orðið stór
þáttur í hreinsun hins spillta og eitr-
aða lofts, sem hvílir nú' sem mara
yfir borgum og bæjum.
Lagafrumvörp hafa komið fram í
báðum deildum bandaríska þingsins,
þar sem lagt er til, að ríkið leggi
íram fjármagn til þess að hraða
rannsóknum og þróun beztu gerða af
rafhlöðum eða eldneytissellum til
notkunar í bifreiðir. Alex Radin,
aðalforstjóri American Public Pow-
er Association, hefur skýrt svo frá
því, að nú styrki um 15 ríkisstofn-
anir samtals 86 tilraunir til fram-
leiðslu og endurbóta á rafhlöðum.
Þar af er unnið að 21 tilraun í
rannsóknastofum ríkisins, 14 eru
framkvæmdar af samtals 10 háskól-
um og ’/jks 51 tilraun af 24 iðnað-
arfyrirtækjum.
Lögreglan í New York hefur nýlega gert tilraunir til þess nð hreinsa
svolitið til i listamannahverfinu Greenwich Village. Lögregluþjónarnir
l;omu þá auga á tötralegan, fúlskeggjaðan, ungan, reiðan mann, sem
jabbaöi þar um mcð kröfuspjald, sem ckki st.óö einn stafur á. Þegar
Jrann var spurður u n ástæðuna, svaraði hann: „Ég er að leita að bar-
áttumáli “ Þegar hann var handtekinn, bætti hann við: „Kannske að
ég sé einmitt búinn að finna það.“
Robert Sylvester
Orðsending á auglýsingavegg í listamannahverfinu Greenwich Village
• New York: „Kæri John: Komdu heim, fyrirgefðu og gleymdu. Eg
er búin nð brenna kirsuberjaávaxtakökuuppskriftinni. Helen.“
The Wall Street Journal