Úrval - 01.05.1967, Blaðsíða 52
50
ÚRVAL
nema hvað hann þótti of húðdökkur
í andliti. Má vera að hann hafi verið
af útlendum ættum lengra fram.
Líkamsfegurð sinni og andlegum
kostum hélt Arngrímur til dauða-
dags, og allir söknuðu hans sem voru
honum kunnugir.
Camilo Pascual, baseballhetjan fræga hjá Minnesota Tvvins liðinu,
var eitt sinn vakinn með símahringingu klukkan 7 að morgni. Þetta
var blaðamaður. Fyrsta spurning hans var: „Talarðu ensku?" „Ekki
klukkan sjö að morgni“, svaraði Pacual rólega og lagði taltækið frá sér.
Helen Bevington skýrir frá því að sonur hennar hafi skírt læðuna
þeirra upp á nýtt, en hún e.' mjög frjósöm. Ber hún nú heitið „Madame
Ovary“ (ovary: eggjakerfi).
Nærrnyndir af yfirborði tunglsins fá mann til þess að efast um það,
að fjarlægðin hafi nokkru sinn gætt nokkurn hlut eins miklum töfrum
og tunglið.
Olin Miller
Prófsaga:
Prófessorinn, sem kennir mér hagfræði, fékk nýlega skammabréf frá
reiðum föður, sem heimtaði að fá að vita, hvers vegna sonur hans hefði
íallið á prófinu. Svarbréf prófessorsins hljóðaði svo: „Sonur yðar fékk 19
atriði rétt af mögulegum 100 í lokaprófinu. Þér kunnið að hafa áhuga
að vita, að við tilraun, sem gerð var alveg nýlega, fékk simpasi 23 atriði
rétt í sama prófi."
Larry Svhwimmer
Ilin grimmilega samkeppni milli dagblaða Lundúna sést glöggt á skeyti
þvi, sem dagblaðið Daily Express sendi fréttamanni sínum i Kongó,
meðan lætin voru sem verst þar syðra: „í DAG TILKYNNIR DAILY
MAIL AÐ SKOTIÐ HAFI VERIÐ Á FRETTAMANN ÞLVRRA I KONGÖ
HVERSVEGNA EKKI SKOTIÐ Á ÞIG.“
Richard West
VandræÖaástand.
Gömul kona, sem er í söfnuðinum okkar og sækir kirkju að staðaldri
í fylgd með okkur, biður alitaf fyrir þeim, sem eru veikir eða eiga
i einhverjum erfiðleikum. Þegar hún steig út úr bílnum okkar einn
sunnudagsmorguninn, sagði hún hugsi: „Ég bið alltaf stöðugt fyrir
tveim fjölskyldum hérna í bænum, en það er eins og ég komi þeim
bara úr einu klandrinu beint í annað."
Robert Babyok