Úrval - 01.05.1967, Blaðsíða 31
LASER — FURÐULJÓSIÐ NÝJA
29
smellur, líkt og þegar hleypt er af
riffli. Mjór, en geysilega skær, rauð-
ur geisli skýzt fram úr tækinu. Svo
þýtur regn hvítglóandi neista frá
stálbútnum. Þessi hræðilega ljós-
skothríð hefur borað gat í gegnum
stálið.
Lögmálið, sem liggur til grund-
vallar tæki þessu, er tiltölulega ein-
falt. Innst inni í venjulegum „rú-
bínlaser“ er grönn stöng', gerð úr
gervirúbínkristöllum. Endar henn-
ar eru fægðir og húðaðir með sama
efni og speglar. Annar endinn
varpar frá sér mynd sem spegill, en
hinn er að nokkru gagnsær. Utan um
þessa stöng liggur öflugt „flashrör“
líkt og gormur, af þeirri tegund,
sem notuð er, þegar ljósmyndir eru
teknar á miklum hraða. Þegar þessi
ofsalega raforka er leyst úr læð-
ingi og skýzt frá ,,flashrörinu“, þá
hlaðast krómfrumeindir inni í rúbín-
stönginni geysilegri orku. Rafeind-
irnar í þessum frumeindum komast
í slíkt uppnám, að þær hlaðast orku,
sem er langt yfir hinni eðlilegu orku
þeirra. Svo þegar hinar æstu raf-
eindir komast aftur í sitt eðlilega
ástand, gefur hver þeirra frá sér
„photon“, sem er grundvallareining
Ijóssins. Og þetta er upphaf „laser-
geislans". „Photonurnar“ þjóta eftir
endilangri stönginni, hoppa fram og
aftur milli speglanna og kveikja í
öðrum æstum rafeindum, svo að
þær taka til að gefa frá sér ljós á
sama hátt, þangað til flóð af skæru
ljósi þýtur á milli speglanna nokkur
milljón sinnum fram og aftur. Að
lokum verður þetta rauða ljósflóð
svo ákaft, að það skýzt í gegnum
hálfgagnsæja spegilinn sem ægi-
sterk „lasergeislun.“ Allt þetta
gerist á nokkrum þúsundustu hlut-
um úr sekúndu.
HERMENN, SEM ÞRAMMA
ALLIR í TAKT
Eigi manni að takast að skilja,
hvers vegna ljósið frá „lasertækinu“
er svona ofboðslega samþjappað og
ægimagnað, verður maður að minn-
ast þess, að ljósið berst áfram í
bylgjum, líkt og bylgj uhreyfing á
vatnsyfirborði. Fjarlægðin frá ein-
um bylgjutoppi til þess næsta er
sjálf bylgjulengdin. Venjulegt hvítt
ljós samanstendur af mörgum
bylgjulengdum, sem berast í allar
áttir. Þetta er kallað „ósamhang-
andi“ ljós.
„Laserljósið“ er á hinn bóginn
„samhangandi“. Þar er bara um að
ræða eina og sömu bylgjulengd og
allar ljósbylgjurnar beinast í sömu
átt, en ekki í ýmsar áttir. Og þar
eð „laserbylgjulengdirnar11 magna
hver aðra, líkt og hermenn, sem
þramma allir í takt, geta þær hald-
izt í ótrúlega beinum, hnitmiðuðum
og mjóum geisla, þótt þær fari langa
vegalengd, í stað þess að dreifast í
margar áttir líkt og geisli úr vasa-
ljósi.
Það er hægt að neyða næstum
hvaða efni til þess að gefa frá sér
„lasergeisla", ef „lagt er nógu hart
að því“. „Gaslasertæki" gefa frá sér
stöðugan geilastraum „laserljóss“ í
mótsetningu við runu „lasergeisl-
anna“, sem berast hver á hæla öðr-
um frá „rúbínlasertækinu”. Örsmá
hálfleiðandi (semiconductor) „las-
ertæki“, gerð úr smábútum af ýms-
um efnum, sem sem gallium arsen-