Úrval - 01.05.1967, Blaðsíða 118

Úrval - 01.05.1967, Blaðsíða 118
116 ÚRVAL Hún stakk þá hendinni tafarlaust niður í sína eigin pyngju þeim til hjálpar. Hún heimsótti hverja þá fjölskyldu, sem misst hafði einhvern mann í sjóinn, og vottaði eftirlifandi ættingjum innilega samúð sína. Sarah hélt heilan dýragarð eftir- lætisdýra á Belle-Ile jafnt og ann- ars staðar, þar sem hún bjó. Hún var alveg töfruð af villtum dýrum, einkum af tígrisdýraættinni. (Eitt sinn sagði hún hópi kvöldverðar- gesta frá því, að hún hefði leitað á fund frægs skurðlæknis til þess að afla sér upplýsinga um, hvort hann gæti ekki grætt lifandi tígrisdýrs- rófu við rófubeinið á henni. Hún út- skýrði það fyrir skurðlækninum, að hún væri viss um, að það hlyti að vera mjög ánægjulegt að getað sveiflað rófunni til og frá á glæsileg- an hátt, þegar hún yrði reið). Á sinni löngu ævi átti hún heilan sæg eftirlætisdýra. Hún átti tamið ljón, tígrisunga, stóreflis villikött, ocelot, gaupu, cheetah og fjórar pumur. Einnig átti hún hunda, kameljón, skjaldbökur, páfagauka, apa og krókódíl. Eitt sinn sagðist hún eiga kyrkislöngu (,,Til þess að hvíla fæturna á eftir mat“, sagði hún þessari staðhæfingu sinni til skýringar). Sarah hélt því allaf fram, að þessi dýr hennar væru tamin, en gestir hennar voru ekki alltaf hárvissir um það. Alexandre Dumas hinn yngri kynntist Barnhardtdýragarðinum fyrsta daginn, þegar hann kom í heimsókn með handrit að nýja leik- ritinu sínu, sem hann var nýbúinn að ljúka við. Meðan hann beið þess, að hús- freyja birtist, heyrði hann einkenni- iegt hljóð. Það var eins og verið væri að bryðja eitthvað. Hann skim- aði í kringum sig og sá þá, að púma var að éta stráhattinn hans í ró og næði. Augnabliki síðar þaut rándýrið eins örskot út úr stofunni. Dumas létti, en sá hugarléttir stóð skamma stund. Páfagaukur skellti sér skyndi- Jega á öxl honum og byrjaði að bíta tölurnar af vestinu hans. Hann hætti því samt, þegar tveir risa- vaxnir hundar komu æðandi á harðahlaupum inn í stofuna. Annar þeirra greip handritið að leikritinu í kjaftinn. Hinn reis upp á afturfæt- urna, lagði framlappirnar á axlir Dumas og byrjaði að sleikja andlit hans af slíkum ofsa, að rithöfund- urinn skall aftur á bak á legubekk- inn og felldi um leið um koll geysi- stóran vasa, sem var fullur af vatni og peonum. Á þessu augnabliki sigldi Sarah inn í stofuna. Þegar hún sá, hvernig eftirlætin hennar höfðu leikið gest- inn, fór hún að hlæja svo ofsalega, að hún féll máttlaus niður á legu- bekkinn við hlið honum. Og þannig hófst löng vinátta milli Söru Bern- hardt og höfundarins að leikriti því, sem átti eftir að afla henni mestrar frægðar, Kamelíufrúnni. RÖKKURL J ÓMI. Síðustu ár ævi sinnar var Sarah næstum skoðuð sem ein af stofnun- um frönsku þjóðarinnar. Hinar fjöl- mörgu leikferðir hennar höfðu gert hana að einum af beztu sendiherr- um Frakklands. Og þ. 6. marz árið 1914 var hún gerð að riddara heið-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.