Úrval - 01.05.1967, Blaðsíða 97
MADAME SARAH
95
vald af slíkri innlifun og ofsa, að
það var sem liún væri alger of-
stækismaður. Leikritaskáldið Stark
Young skrifaði eitt sinn á þá leið
um leik hennar, að mælikvarðinn
um sanna eða ósanna túlkun gilti
alls ekki, hvað hana snerti, „heldur
hvað snerti sjálfa sólina eða storm-
inn.“ Tímaskyn hennar var svo al-
gert, að ekki skeikaði um brot úr
sekúndu. Hún vissi alltaf nákvæm-
lega, hvernig og hvenær ætti að
gera það, sem gera þurfti. Og þegar
hin „Gullna Rödd“ barst út í salinn,
gleymdu gagnrýnendur að gagnrýna,
heldur upphófu næstum væmna lof-
gerðarrollu. Ljóðskáldið Theodore
de Banville sagði eitt sinn: „Hún
er sjálf Ljóðadísin, holdi klædd.
Hún mælir af munni fram líkt og
næturgalinn syngur, líkt og vindur-
inn andvarpar, líkt og vatnið hjal-
ar...“
Þessi rödd er nú þögnuð að eilífu,
og leikgáfa Söru Bernhardts liggur
grafin ásamt líkama hennar í Pére
Lachaisekirkjugarðinum í París. En
goðsögnin um hana lifir áfram. Og
ekkert í þeirri furðulegu sögu er
leikrænna en allar aðstæður voru
á bernskuárum hennar.
„GÓÐA NÓTT,
LITLA STJARNA."
Sarah Bernhard fæddist í París
árið 1844. Hún var óskilgetin dóttir
Júdith van Hard, sem var Gyðinga-
kona af hollenzkum ættum. Faðir
hennar, sem er álitinn hafa verið
laganemi, Edouard Bernhardt að
nafni, lagði fram 100.000 franka sem
sjóð, sem verða átti heimanmundur
iitlu stúlkunnar. Og svo hvarf hann
burt úr lífi þeirra og lét Judith um
að sjá fyrir sér og litlu telpunni.
A fimmta tug síðustu aldar átti
ung miðstéttarkona í París, eigin-
mannslaus, ættingjalaus og eigna-
laus, aðeins um þrjá kosti að velja,
hvað líísframfæri snerti: hún gat
gerzt hattagerðarkona, hún gat
gerzt barnfóstra og hún gat gerzt
hjákona einhvers efnaðs manns.
Judith, sem kallaði sig nú Maddömu
Bernhardt, valdi þann síðasta af
þessum þrem kostum. Og brátt bjó
hún orðið við góð kjör.
En það var ekkert rúm fyrir lítið
barn á slíku heimili, og fyrstu 4
árin var Sarah því í fóstri heima
hjá barnfóstru, sem hafði verið feng-
in til þess að annast um hana. Þá
kom að því, að kona þessi giftist
og fluttist ofan úr sveit til Parísar,
þar sem eiginmaður hennar gerðist
húsvörður í fátæklegu fjölbýlis-
húsi. Hún gat ekki haft uppi á móð-
urinni til þess að skila telpunni
aftur, svo að þau hjónin urðu að
hafa litlu stúlkuna hjá sér inni í
raka og dimma herberginu sínu,
en það var eina vistarveran, sem
þau höfðu umráð yfir.
Sarah þreifst ekki við þessi slæmu
kjör. Hún var mjög óhamingjusöm
og varð óskaplega horuð.
En það var vegna furðulegrar til-
viljunar einnar saman, að Sarah
slapp burt úr þessu ömurlega um-
hverfi. Það vildi svo til, að hún sat
úti á gangstéttinni dag einn, þegar
ekill stöðvaði hesta sína þar rétt
fyrir utan til þess að lagfæra ak-
tygin. Og út úr vagninum sté sem
snöggvast Rosine móðursystir Söru,
en hún hafði hið sama vafasama