Úrval - 01.05.1967, Blaðsíða 40

Úrval - 01.05.1967, Blaðsíða 40
38 ÚRVAL unar, að ritið sé örugglega tilorðið fyrir daga kristninnar. Heimspek- ingurinn og stjórnmálamaðurinn, sem nú er forseti Indlands, dr. 'Sarvepalli Radhakrishnan, fullyrðir t.d., í formála fyrir þýðingu sinni á Gita, að það sé mjög líklega frá fimmtu öld fyrir Krist, enda þótt textinn kunni að hafa tekið nokkr- um breytingum frá því að ljóðið var fyrst fært í letur. Að formi til er Gita harmljóð, svipað og Jobsbók í biblíunni, eða Samræður Platos. Aðalmálflytjand- inn er Krishna, sem ber tignarheit- ið „drottinn", eða ýms önnur nöfn eins og Hinn aðdáunarverði, Hinn guðlegi, Hinn blessaði o. s. frv. Þegar kvæðið hefst, er hann her- vagnsstjóri hjá ungum indverskum prins sem Arjuna heitir, og er frændi hans. Samræður þeirra hefjast í hervagninum, sem er fullbúinn til bardaga. Eftir því sem líður á kvæð- ið verður greinilegra hver Krishna raunverulega er og undir lokin birt- ist hann að fullu í hinu guðdóm- lega Ijósi. Áður en við förum að rekja efni Gita í einstökum atriðum er rétt að líta stundarkorn á hið mikla söguljóð, sem Gita er hluti af. Mahabharata þýðir „Hið mikla stríð Bharatas“, og söguljóðið fjall- ar um stríð milli tveggja indverskra fjölskyldna af konunglegri tign, sem héldu því fram. hvor fyrir sig, að hún væri komin af kóngi einum, sem kannski hefur ekki verið ann- að en þjóðsagnapersóna, og hét hann Bharata. Landið, þar sem sagan ger- ist, er hin mikla háslétta Hastina- pura á Norður-Indlandi, og var þar konungdæmi, þegar sagan hefst, var þvi konungdæmi stjórnað í um- boði tveggja frænda, sem höfðu ekki náð tilskyldum aldri og hétu þeir Dhritarashtra og Pandu. Hinn fyrri var blindur og því dæmdur óhæfur til að stjórna. Þegar þeir höfðu aldur til, varð Pandu stjórn- andi, en hann aflagði konungdóm sinn og hvarf í einveru til Himalaya- fjalla, þar sem hann síðan dó. Þá varð Dhritarashtra konungur þrátt fyrir blindu sína. Hann eignaðist hundrað sonu, sem venjulega voru kallaðir Kuruprinsarnir, og voru þeir, allir af einni móður fæddir. Þessir voru allir vondir og verstur þeirra allra Duryodhana, sem var allt í senn grimmur, hugrakkur og hraustur. Pandu kóngur hafði átt fimm sonu með hinum tveim kon- um sínum, og synir hans voru að sínu leyti eins góðir og Kuruprins- arnir voru vondir. Föðurbróðir þeirra, Dhritarashtra, sýndi þeim mikla ástúð og ól þá upp með sín- um eigin sonum og hugðist veita þeim hlutdeild í konungdæminu, þegar þeir hefðu aldur til þess. Sá sem beztur var Pandu prinsanna var Arjuna, en hann var í miðju þeirra að aldri og hann er hin raun- verulega hetja í söguljóðinu mikla Mahabharata. Honum er lýst sem ungum manni með geiglaust hjarta, en þó hjartahlýr og göfuglyndur og mjög tilfinninganæmur. Eftir því, sem þessir tveir hópar prinsa uxu úr grasi, óx með þeim óvildin og fjandskapurinn, og loks kom að því að Pandavas, eins og hinir fimm synir Pandu voru kallað- ir, voru með brögðum sviptir öll-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.