Úrval - 01.05.1967, Blaðsíða 35
Sveppir, mygla og vörn
gegn vannæringu.
BÁ árum hinnar síðari
heimsstyrjaldar barst út
sú frétt, að Þjóðverjar
væru farnir að fram-
leiða kjötrétti úr sagi.
Auðvitað var þetta lygi, en það sem
nú blasir við er engu síður lygilegt.
Þó að tréni sé ómeltanlegt (nema
grasætum) má hafa það til að rækta
á því, eða í, fæðu, sem er einhver
hin hollasta: ger.
Næringarefnasérfræðingar álíta að
þarna sé fundin lausn á því vanda-
máli, hvernig farið skuli að því að
afla hinum sívaxandi fólksfjölda
jarðarinnar nægrar fæðu. Bezta
tegundin af gersveppum telst vera
sú sem kallast á vísindamáli candida
utilis, eða torúla. Þessi tegund veld-
ur ekki gerjun í brauði, en hún æxl-
Ný tegund
fæðu
handa
mannkyninu
Eftir Lucy Kavaler
ast með ótrúlegum hraða. Ef fáein-
ar torúlur skyldu komast í ógerjað
öl, verður ekki öl úr brugginu, held-
ur ger, því þær spretta örar en
venjulegt ger.
Torúla myndar eggj ahvítuefni
hraðar en nokkur jurt önnur eða
dýr. Rækta mætti auðveldlega 1000
tonn á ári á fjórða parti úr ekru.
Meira en 40 milljónir tonna gætu
vaxið árlega á 10.000 ekrum. Og
þetta þarf ekki einu sinni að vera
frjótt land. Nú sem stendur koma
12,5 ekrur þurrlendis á hvern mann
á hnetti þessum, en af því er ekki
nema 1,1 ekra ræktað land. Mat-
væla og landbúnaðardeild Samein-
uðu þjóðanna hefur lýst því yfir
að ekki séu ræktanlegar af þess-
um 12,5 ekrum nema í mesta lagi
Popular Science
33