Úrval - 01.05.1967, Blaðsíða 90

Úrval - 01.05.1967, Blaðsíða 90
88 ÚRVAL húsi á undan uppskurði, sem í vænd- um er. Fjárhundarnir geltu af öll- urn lífs og sálar kröftum, er þeir ráku stöðugan straum af fé nær og nær rúningsskýlinu. „Fyrsta flokks rúningsmaður get- ur rúið allt að 200 kindur á dag“, sagði bóndinn. „Það mætti helzt líkja honum við mannlega vél, þá afkastamestu og hæfustu, sem fyrir- finnst á jarðríki. „Hann er líka skapmikill og duttl- ungafullur eins og óperusöngvari", sagði verkstjóri rúningsmannanna, rauðbirkinn karl, sem var að reykja stóreflis vindil. „Hann er alltaf sí- kvartandi. Einn daginn segir hann, að kindurnar séu of blautar til þess að rýja þær, en næsta dag eru þær orðnar of þurrar. Einn daginn eru þær fullar af maurum eða færilús, en næsta dag er allt of mikil fita í ullinni, svo að hann segist ekki geta náð taki á þeim. Láti maður þá fá „springdýnu“ til þess að sofa á, heimta þeir barnfóstru næsta kvöld til þess að syngja þá í svefn.“ Nú var hringt bjöllu. að var kom- inn tími til þess að fara í „Smoko“, en undir því nafni gengur kaffitím- inn í þessum héruðum. Og ég fór að rabba við rúningsmennina, sem var nýbúið að rægja svona herfilega. Ég komst að því, að það var alls ekki um einhverja eina manngerð að ræða, heldur voru þeir mjög ólíkir. Sumir voru grófgerðir og rustafengnir menn, sem flæktust frá einu rúningsskýlinu til annars og áttu ekkert fast heimili, heldur eyddu hverri frístund á næstu krá. Þarna voru líka hljóðlátir menn, sem hlökkuðu til þess dags, er þeir gætu snúið aftur heim til eiginkonu og barna, einnig rosknir menn, sem minntust þeirra daga, er rúið var með handklippum en ekki rafmagns- klippum. Þeir sögðu, að þá hefðu rúningsmennirnir „hnoðað“ tennis- bolta í lófanum til þess að halda fingrum sínum liðugum, og þeir grannskoðuðu þá hvert reyfi, sem frá þeim kom, líkt og listamaður málverk, sem hann hefur lokið við að mála. Flestir þessir gömlu karlar voru glaðlegir náungar og gaman- samir og höfðu til að bera þá ríku kímnigáfu, sem virðist vera mjög algeng í „bakhéruðunum." „Hefurðu heyrt um kerlinguna, sem rekur krána hinum megin við Broken Hill?“ spurði hárprúður rúningsmaður, sem gekk undir nafninu Hrútshaus. „Nokkrir rún- ingsmenn voru að tala um hana í Hungerford í gærkvöldi. Hún segir við rúningsmennina, að hún skuli geyma peningana þeirra, meðan þeir dvelji þarna í nágrenninu, og koma þannig í veg fyrir, að þeir eyði þeim öllum í bjór og stelpurnar. Hún segist meira að segja ætla að borga þeim 10 prósent uppbót. Og svo fær hún þeim ávísun, en ekki peninga, þegar þeir fara. En áður en hún af- hendir þeim ávísunina, hefur hún bakað hana um stund í ofni, svo að pappírinn er orðinn mjög stökkur og viðkvæmur. Og svo þegar þeir komast loks til einhvers bæjar, þar sem banka er að finna, kannske ekki fyrr en nokkrum mánuðum síðar, og þeir taka upp ávísunina, þá er þar ekki lengur nein ávísun, heldur svolítið af brúnu dufti.“ 6000 MÍLNA GIRÐING.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.