Úrval - 01.05.1967, Blaðsíða 50

Úrval - 01.05.1967, Blaðsíða 50
48 ÚRVAL og óþekkta söngvara, en þar er ekki af miklum heimildum aS taka. Arngrímur er fæddur á Steinanesi í Arnarfirði 3. ágúst 1888. Foreldrar hans voru hjónin Kristján Arn- grímsson og Þórey Eiríksdóttir, ljós- móðir, af breiðfirzkum ættum. Arn- grímur afi hans, prestur að Álfta- mýri, var mjög umtalaður maður. Kristján og Þórey eignuðust 9 börn, 5 syni og 4 dætur. Var Arngrímur þriðja barn þeirra. Þau hjón voru snauð af þessa heims auð, en hörku- dugleg og hagsýn. Var það með ólíkindum, að einyrkja bóndi skyldi geta komið upp svona mörgum börnum með glæsibrag, án nokkurr- ar hjálpar. Það þótti því mikil bjart- sýni og dirfska, er hann sendi elzta son sinn í Menntaskóla til náms, en það var einmitt Arngrímur Valagils. Hann stundaði nám sitt ofur hljóð- lega, og lét yfirleitt lítið á sér bera. Hann eignaðist fáa vini, en trausta. Söng hann fyrir þá stöku sinnum, og var það álit þeirra, að jafn glæsi- lega rödd og blæfagra hefðu þeir ekki heyrt. Hann lauk stúdents- prófi vorið 1911. Þá trúði hann vin- um sínum fyrir því, að hann ætlaði að nema söng, og gerði sér vonir um að verða heimsfrægur. Þar sem vinir hans vissu að hann var alveg félaus, ráðlögðu þeir honum að stunda nám við Hafnarháskóla og sækja um svonefndan Garðsstyrk. Við slík skilyrði gátu stúdentar á þeim ár- um fleytt sér furðanlega. Jafnhliða háskólanáminu ætti hann að getað stundað söngnámið, sögðu vinir hans og það gerði hann. Hann stundaði lögfræði við háskólann, og lauk fyrri hlutanum um það leyti sem Garðsstyrkinn þraut. Þegar hér var komið skall heimsstyrjöldin á, en þá varð hann að lúta þeim örlögum, að hætta námi, vegna féleysis, svo sem fleiri íslenzkir námsmenn hafa orð- ið að sætta sig við. Þá réðist hann á skrifstofu, en hóf jafnframt söng- nám fyrir alvöru, en það hafði ver- ið óskadraumur hans frá bernskuár- unum. Hér naut hann tilsagnar beztu kennara sem þá var völ á í Höfn. Nokkrum árum síðar hélt hann söngskemmtanir í Höfn við mjög góðan orðstír. Á þessum árum stundaði hann söngnám í Dresden í Þýzkalandi lun eins árs skeið, og var eftir það viðurkenndur sem frá- bær söngvari. Árið 1927 hætti Arn- grímur að vinna á skrifstofunni, og brá sér þá til íslands, eftir 16 ára útivist. Svo er að sjá, að hann hafi þá ekki haldið neina söngskemmtun í sjálfri höfuðborginni. En hann söng þá bæði á ísafirði og Akureyri við gríðarlega mikla hrifningu áheyr- enda. Það hafa sagt mér menn sem þá heyrðu hann syngja, að þeir hefðu aldrei heyrt eins dásamlegan söng. Árið eftir fór Arngrímur til Vest- urheims í þeim ásetningi, að syngja þar opinberlega, sérstaklega í íslend- ingabyggðum í Canada. Vorið 1929 söng hann t. d. opinberlega í Winni- peg og miklu víðar, og var það mál manna þar, að eins glæsilegur ís- lenzkur söngvari hefði ekki komið þar fyrr. Hann söng einnig í nokkrum stór- borgum Bandaríkjanna, og fékk hvarvetna gríðarlega mikið lof fyrir hina sérkennilegu rödd sína og frá- bæru raddbeitingu og túlkun. Það
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.