Úrval - 01.05.1967, Side 8
6
ÚRVAL
Landiö er nalcið og aöeins grjót og sandur allt í kring.
fremur óljós, nema þar sem hún
mætir Rauðahafi og Atlantshafi.
Þau eru nokkurn veginn svipuð
þeirri línu, sem afmarkar á veður-
farskortunum svæði þau, sem hafa
100 millimetra meðalúrkomu á ári.
En svæðin innan línunnar geta haft
allt niður í 25 millimetra meðalúr-
komu á ári. Úrkoman er mjög óstöð-
ug og breytileg. Stundum rignir
kannske ekkert á stóru svæði í heil-
an áratug, en næsta ár geta svo
komið miklar rigningar hvað eftir
annað. Á sumrin er hitinn oft allt
upp að 50° C að degi til í skuggan-
um.
Það er eingöngu regnið, sem
myndar vatnsæðarnar, regn, sem sí-
ast annaðhvort beint niður í jarð-
lög þau, sem vatnið safnast fyrir í,
eða kemst þangað eftir krókaleið-
um, þ. e. síast þangað úr ám. Því
virðist manni við fyrstu athugun
sem vatnsæðar undir Saharaeyði-
mörkinni séu furðuleg fyrirbrigði,
nokkurs konar mótsagnir. Skýring-
in er járðfrœðilegs eðlis. Mestur
hluti þess vatns, sem nú er að finna
í vatnsæðum þessum, síaðist þannig
og safnaðist þar fyrir fyrir tug-
þúsundum ára á miklum regntíma-
bilum, sem þá voru, þ. e. þegar úr-
koma var miklu meiri í Saharaeyði-
mörkinni en hún er nú. Jafnvel enn
í dag bætist talsvert við vatnsæðar
þessar vegna regns, sem fellur til
jarðar í útjaðri eyðimerkurinnar.
Menn vita ekki enn, um hve mik-
ið magn er að ræða í neðanjarðar-
vatnsæðum Saharaeyðimerkurinnar.
Enn verða menn að geta sér til um
slíkt að meira eða minna leyti. Nú
fyrst eru sérfræðingarnir byr’aðir
að rannsaka legu og umfang þess-
ara geysilegu vatnsbirgða neðan-
jarðar. Hluta þeirra upplýsinga hef-
ur verið aflað í leitinni að olíu á
eyðimerkursvæðunum og við sjálfa
olíufundina. En stundum hafa
menn raunverulega verið að leita