Úrval - 01.05.1967, Qupperneq 14
12
ÚRVAL
aðeins lítið brot þessa magns, sem
fer til heimilishalds, og það ætti að
verða auðvelt að sjá vel fyrir slík-
um vatnsþörfum ibúanna, þótt íbúa-
fjöldinn aukist um 2% árlega. Fyrst
um sinn ætti ekki heldur að verða
um neitt vandamál að ræða, hvað
snertir brynningu húsdýra, en þar
er um að ræða helztu vatnsþörf
hirðingjanna í Saharaeyðimörkinni.
Erfiðleikarnir eru fólgnir í því að
koma á laggirnar nægilega þéttu
neti brunna og að fá hirðingjana til
þess að breyta hinni fjandsamlegu
afstöðu sinni til hirðingja af öðrum
ættflokkum, sem veldur því oft, að
einn flokkur eyðileggur brunna
annars flokks. Hinn sívaxandi olíu-
gröftur og iðnaður í Saharaeyði-
mörkinni virðist ekki heldur gera
óuppfyllanlegar kröfur til neðan-
jarðarvatnsbirgða eyðimerkunnar.
Það eru áveiturnar, sem eyða
mestu vatnsmagninu, og vegna
þeirra er nú þegar um nokkurn
vatnsskort að ræða á vissum svæð-
um. Og svo mun líklega fara um
fleiri svæði. Þetta er að miklu leyti
að kenna ófullkomnum áveituað-
ferðum í flestum vinjum eyðimerk-
urinnar. Veigamiklar ástæður virð-
ast benda til þess, að menn verði
að temja sér jákvæðar og heilbrigð-
ar starfsaðferðir í landbúnaði og
skipulagningu áveitnanna, áður en
leitazt verði við að hefja eða auka
vinnslu neðanjarðarvatns eða
stækka vinjasvæðin, þ.e. auka rækt-
unina.
Neð núverandi áveituaðferðum
er þörfin fyrir áveituvatn um 1 lítri
á sekúndu á hektara. Grænmeti er
venjulega ræktað í skugga ávaxta-
trjáa, sem vaxa svo aftur í skugga
þéttra pálmalunda. En með betri
tækni ætti samt að vera hægt að
komast af með talsvert minna vatn á
hektara.
Auk þarfarinnar á betri áveitu-
tækni er einnig um að ræða þörf
á að takmarka saltmagn jarðvegs-
ins í vinjunum. Jafnvel ferskt neð-
anjarðarvatn inniheldur nokkurt
saltmagn. Brunnur, sem gefur af sér
20 lítra af vatni á sekúndu, gæti
framleitt 600 tonn af salti á ári. Um
helmingur saltmagnsins verður eft-
ir í þeim jarðlögum, sem vatnið sí-
ast í gegnum, en jurtirnar taka til
sín hinn helminginn utan þess
magns, sem síast aftur niður til
neðanjarðarvatnslaganna. Þar að
auki eykur uppgufun vatns nálægt
yfirborði jarðar saltmagnið í lögun-
um undir yfirborðinu.
Við slíkar aðstæður skapast hring-
rás í hinum ræktaða jarðvegi vinj-
anna, þ.e. nokkurs konar vítahring-
ur, sem erfitt er að rjúfa: í vinj-
unum eru vatnsæðarnar tiltölulega
nálægt yfirborðinu, og þannig eykst
saltmagnið, bæði vegna uppgufun-
ar og vegna saltsins, sem er í áveitu-
vatninu. Við vatnsæðina bætist
reglulegt afrennsli frá hinu þétta
áveituskurðakerfi vinjarinnar og
einnig stundum frá vatni, sem síast
niður frá brunnum, sem grafnir
hafa verið eða boraðir. Því stígur
yfirborð neðanjarðarvatnsins æ of-
an í æ allt upp undir yfirborðið á
svæðum þeim, sem lágt liggja. Þar
sem jarðvegurinn er þannig gegn-
sósa af vatni, eykst uppgufunin mjög
svo að saltmagnið í vatni og jarð-
vegi vex stöðugt. Til þess að skola