Úrval - 01.05.1967, Qupperneq 14

Úrval - 01.05.1967, Qupperneq 14
12 ÚRVAL aðeins lítið brot þessa magns, sem fer til heimilishalds, og það ætti að verða auðvelt að sjá vel fyrir slík- um vatnsþörfum ibúanna, þótt íbúa- fjöldinn aukist um 2% árlega. Fyrst um sinn ætti ekki heldur að verða um neitt vandamál að ræða, hvað snertir brynningu húsdýra, en þar er um að ræða helztu vatnsþörf hirðingjanna í Saharaeyðimörkinni. Erfiðleikarnir eru fólgnir í því að koma á laggirnar nægilega þéttu neti brunna og að fá hirðingjana til þess að breyta hinni fjandsamlegu afstöðu sinni til hirðingja af öðrum ættflokkum, sem veldur því oft, að einn flokkur eyðileggur brunna annars flokks. Hinn sívaxandi olíu- gröftur og iðnaður í Saharaeyði- mörkinni virðist ekki heldur gera óuppfyllanlegar kröfur til neðan- jarðarvatnsbirgða eyðimerkunnar. Það eru áveiturnar, sem eyða mestu vatnsmagninu, og vegna þeirra er nú þegar um nokkurn vatnsskort að ræða á vissum svæð- um. Og svo mun líklega fara um fleiri svæði. Þetta er að miklu leyti að kenna ófullkomnum áveituað- ferðum í flestum vinjum eyðimerk- urinnar. Veigamiklar ástæður virð- ast benda til þess, að menn verði að temja sér jákvæðar og heilbrigð- ar starfsaðferðir í landbúnaði og skipulagningu áveitnanna, áður en leitazt verði við að hefja eða auka vinnslu neðanjarðarvatns eða stækka vinjasvæðin, þ.e. auka rækt- unina. Neð núverandi áveituaðferðum er þörfin fyrir áveituvatn um 1 lítri á sekúndu á hektara. Grænmeti er venjulega ræktað í skugga ávaxta- trjáa, sem vaxa svo aftur í skugga þéttra pálmalunda. En með betri tækni ætti samt að vera hægt að komast af með talsvert minna vatn á hektara. Auk þarfarinnar á betri áveitu- tækni er einnig um að ræða þörf á að takmarka saltmagn jarðvegs- ins í vinjunum. Jafnvel ferskt neð- anjarðarvatn inniheldur nokkurt saltmagn. Brunnur, sem gefur af sér 20 lítra af vatni á sekúndu, gæti framleitt 600 tonn af salti á ári. Um helmingur saltmagnsins verður eft- ir í þeim jarðlögum, sem vatnið sí- ast í gegnum, en jurtirnar taka til sín hinn helminginn utan þess magns, sem síast aftur niður til neðanjarðarvatnslaganna. Þar að auki eykur uppgufun vatns nálægt yfirborði jarðar saltmagnið í lögun- um undir yfirborðinu. Við slíkar aðstæður skapast hring- rás í hinum ræktaða jarðvegi vinj- anna, þ.e. nokkurs konar vítahring- ur, sem erfitt er að rjúfa: í vinj- unum eru vatnsæðarnar tiltölulega nálægt yfirborðinu, og þannig eykst saltmagnið, bæði vegna uppgufun- ar og vegna saltsins, sem er í áveitu- vatninu. Við vatnsæðina bætist reglulegt afrennsli frá hinu þétta áveituskurðakerfi vinjarinnar og einnig stundum frá vatni, sem síast niður frá brunnum, sem grafnir hafa verið eða boraðir. Því stígur yfirborð neðanjarðarvatnsins æ of- an í æ allt upp undir yfirborðið á svæðum þeim, sem lágt liggja. Þar sem jarðvegurinn er þannig gegn- sósa af vatni, eykst uppgufunin mjög svo að saltmagnið í vatni og jarð- vegi vex stöðugt. Til þess að skola
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.