Úrval - 01.05.1967, Page 18
Kristín
Svíadrottning
Og
Monaldeschi
markgreifi
Eítir R. Stern
Það var í desembermánuði árið
1626. Konungur Svíþjóðar, hinn blá-
eygði, ljóshærði Gústaf Adolf, bjóst
nú við erfingja á hverri stundu.
Eiginkona hans, María Eleanora af
Brandenburg, var í þann veginn að
fæða barn. Hún hafði eignazt tvær
dætur, sem höfðu andazt. Og
stjörnufræðingarnir, sem hinn mikli
konungur leitaði oft ráða hjá, spáðu
því, að barn þetta yrði drengur.
Þegar barnið fæddist, var sendi-
boði sendur í flýti til þess að til-
16
kynna konunginum, að hann hefði
eignazt son, og læknarnir sögðu
drotningunni ekki frá því, fyrr en
eftir nokkra dga, að hún hefði ekki
fætt son, þótt þeir skýrðu konung-
inum reyndar frá því.
Sá göfugi maður mælti þá þessi
orð þrátt fyrir vonbrigði sín:
„Látum oss vera guði þakklát. Ég
vona, að þessi dóttir megi verða
mér sem sonur.“
Og þannig fæddist Kristín Svía-
drottning. Allar aðstæður við fæð-
ÚRVAL