Úrval - 01.05.1967, Síða 21

Úrval - 01.05.1967, Síða 21
KRISTÍN SVÍADROTTNING 19 Það liggur ekki alveg ljóst fyrir, hvers vegna hún vildi ekki giftast. Allt líf sitt sýndi hún, að hún var ekki fullkomlega eðlileg, allt frá bernskuárum þeim, sem nú hefur verið lýst, en það virðist ekki aug- ljóst, um hverskonar óeðli eða frá- vik frá hinu venjulega hefur verið að ræða. Snemma laðaðist hún að hinni kaþólsku trú, en samkvæmt henni er einlífi mjög mikils metið. En þó er ekki hægt að segja, að að hún hafi lifað samkvæmt skír- lífshugsjóninni. í æviminningum sínum skýrir hún svo frá: „Hin ástríðufulla og duttlunga- fulla skapgerð mín hefur valdið því, að ég finn ekki síður til ákafrar löngunar til ásta en til mikillar vegsemdar. í hvílíka ógæfu kynni svo hræðileg tilhneiging ekki að hafa leitt mig, ef þín náð hefði jafn- vel ekki notfært sér galla mína til þess að lækna mig af tilhneigingu þessari! Metnaðargirni mín og stolt, sem gerðu það að verkum, að ég gat ekki gefizt neinum á vald, lít- ilsvirðing mín á öðrum, sem kem- ur mér til að fyrirlíta alla, allt hef- ur þetta verndað mig á undursam- legan hátt. Og með þinni náð hefur þú bætt þar við svo mikilli dásemd, að þú hefur verndað mig frá til- hneigingu, sem er dýrð þinni og hamingju minni svo hættuleg. Hönd þín hefur alltaf haldið aftur af mér, hversu nálægt hengifluginu sem ég hef verið komin. Hvað svo sem skæðar tungur kunna að segja, veizt þú, að ég er saklaus af öllum þeim vömmum og skömmum, sem þær hafa brigzlað mér um og reynt að sverta líf mitt með. Ég játa það, að hefði ég ekki fæðzt sem stúlka, hefðu tilhneigingar skapgerðar minnar líklega leitt mig út i hræðilega lausung. En þú, sem hef- ur látið mig elska dýrð og heiður meira en nokkra nautn alla ævi mína, hefur verndað mig frá þeim misgerðum, sem hin fjölmörgu tæki- færi, frjálsræði stöðu minnar og skaphiti minn kynnu að hafa leitt mig til. Ég hefði vafalaust gifzt, hefði ég ekki fundið til þess styrks, sem þú hefur veitt mér til þess að afsala mér lysttisemdum ástarinn- ar . .. . “ Þetta er mjög athyglisverð yfir- lýsing, sem hún skrifaði, þegar hún var orðin allroskin. En hún kemur samt ekki heim við það, sem sagn- fræðingarnir segja um breytni hennar. Eitt sinn, þegar lagt var hart að henni sem oftar að giftast, sagði hún: „Ég vildi heldur deyja en gift- ast. Ég gæti aldrei leyft neinum að nota mig líkt og leiguliði notar akur sinn.“ Og þegar ráðgjafar hennar lögðu enn hart að henni og héldu því fram, að hún yrði að gefa Svíþjóð arftaka að konungstigninni, sagði hún: „Ég væri alveg eins vís til þess að fæða af mér Neró fremur en Ágústus." Þessi unga drottning ríkti því ein. Hún var kvenlegri útlits en hún hefði kosið. Hún var lágvaxin og hafði tilhneigingu til þess að verða fremur feitlagin. Og hún hafði fallegan hörundslit. Vegna slyss,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.