Úrval - 01.05.1967, Side 22

Úrval - 01.05.1967, Side 22
20 ÚRVAL sem hún hafði orðið fyrir, var önn- ur öxl hennar hærri en hin, og hún lagði áherzlu á hið karlmannlega í skapgerð sinni með því að neita að dylja þennan líkamsgalla. Hún vandaði klæðaburð sinn einungis við mjög þýðingarmikil opinber tæki- færi, og hún setti það sem skilyrði, að þernur hennar yrðu að hafa lokið við að klæða hana á hálftíma. Hún neitaði að láta greiða hár sitt og laga það oftar en einu sinni í viku. Öll stjórn hennar einkenndist af ást hennar á lærdómi og allri þekk- ingu. Hún sýndi einnig töluverða hæfni og þekkingu, hvað utanrík- ismál snerti. Henni er þakkað það, að hún hafi þvingað hershöfðingja sína og ráðherra til þess að semja friðinn í Westfalen, sem batt endi á Þrjátíuárastríðið. Þeir voru and- vígir öllum friðarsamningum, því að þeir álitu, að það væri Svíþjóð í hag, að stríðið héldi áfram. Hún hafði yndi af því að safna lærdóms- mönnum í kringum sig. Hin ákafa þekkingarleit hennar dró mjög þekkta lærdómsmenn og hugsuði að hirð hennar, svo sem Hollendinginn Vossius, sem var einn mesti fræði- maður þeirra tíma í forngrískum fræðum, einnig Saumaise frá Ley- denháskóla í Hollandi, sem lenti í ofsafengnum deilum við enska ljóðskáldið John Milton. Einnig má nefna franska heimspekinginn Descartes. Descartes andaðist, með- an hann dvaldi við hirð Kristínar. Allar aðstæðurnar við andlát hans vöktu mikla gremju víðs vegar í Evrópu, því að menn sögðu, að Kristín hefði valdið dauða þess mikla manns, vegna þess að hún hafi gert of miklar kröfur til hans. Hún svaf mjög lítið og las og lærði oft um nætur. Hún lét hann koma til sín klukkan fimm á morgnana til þess að kenna sér heimspeki. Þetta var erfitt fyrir hann í köldu veðri og slæmu. Hann fékk lungnabólgu og dó úr henni. En bæði Descartes og aðrir fræði- menn og spekingar, sem komu á hennar fund víðs vegar að, frá Frakklandi, Spáni og Ítalíu, ollu því, að ást Kristínar á öllu latnesku og suður-evrópsku óx og dafnaði. Hin suðræna skapgerð þessara manna virtist eiga einkar vel við hennar eigin skapgerð. Og það var einmitt þetta, sem átti eftir að steypa henni í glötun. Maður sá er álitinn hafa leitt hana á villigötur, var franskur læknir eða jafnvel skottulæknir, Bourdelot að nafni. Það var Saumaise, sem kom með hann á fund Kristínar, þegar hún varð veik árið 1651. Um það leyti féll hún oft í yfirlið, og á eftir fylgdu mikil kvalaköst. Svo datt hún í höfnina í Stokkhólmi klukkan 4 að morgni, þegar hún var að skoða herskip eitt, Þegar henni var bjargað, gerðu menn sér grein fyrir því, hversu léleg heilsa hennar var orðin. Hið eina, sem sænsku læknunum datt í hug, að hægt væri að gera fyrri drottningu, var að taka henni blóð, en slíkt varð auðvitað til þess að gera hana enn máttfarnari. Bourdelot bar þá fram uppástung- ur um lækningaaðferðir, sem voru miklu meira aðlaðandi. Hann ráð- lagði henni að skemmta sér að vild,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.