Úrval - 01.05.1967, Page 28
26
ÚRVAL
heldur lifa þar á vatni og brauði
en að eiga alla fjársjóði heimsins.
Og í Róm lauk hennar eirðarlausu,
stormasömu ævi. Hún dó árið 1689,
og Azzolino lá á bæn við beð henn-
ar, er hún gaf upp öndina.
Presti nokkrum var boðið betra prestakall, bar sem hann gat búizt
við miklu betri tekjum. Hann svaraði þessu tilboði á þann hátt, að
hann mundi íhuga þett.a og snúa sér til drottins í bæn og skýra svo
frá ákvörðuninni innan nokkurra daga.
Skömmu síðar var lítil dóttir prestsins spurð að því hvort faðir
hennar væri nú búinn að ákveða að taka þessu góða boði.
„Ég veit það ekki“, svaraði sú litla. „Pabbi er enn að biðja, en mamma
er næstum þvi búin að pakka öllu niður.“
S. U.
Sagnfræðingar útskýra fortíðina og hagfræðingar spá fyrir um
framtíöina. Það er einungis nútiðin, sem ruglar mann i ríminu.
Sá, sem hefur rökvísina sín megin, þarf ekki að mæla hárri röddu.
Kínverskur málsháttur.
I-Iringur er kringlótt, bein lína með gati í miðjunni.
Svar í stærðfræðitíma.
Hefurðu heyrt, söguna um Skotann, sem lék jazz á sekkjapipurnar sín-
ar, þsgar hann fór í bað? Sko, hann vildi hafa vatnið alveg sjóðandi
heitt.
Hagræðingarsérfræðingur: Stúlka, sem finnur það, sem hún leitar
að, strax þegár hún stingur hendinni niður í veskið sitt.
Frakkar leggja mikið upp úr háttvísi og kurteisisreglum, og þannig
liefur það alltaf verið, eins og eftirfarandi klausa úr bók einni urn hátt-
visi, er út var gefin á 16 öld, sýnir okkur:
Þegar ég er gestur við matborðið“, spyr ungi maðurinn: „Á ég að
borða lítið eða mikið?"
Trúboði einn, sem var næturgestur í kastala einum í Skotlandi,
skýrði húsráðendum frá því við morgunverðarboðið, að fjölskyldu-
draugurinn hefði heimsótt hann um nóttina.
„E'n hann hélt svo sem ekki fyrir mér vöku lengi, greyið", bætti hann
við. „Hann hvarf strax og ég bað hann um framlag til trúboðsins."