Úrval - 01.05.1967, Page 29
Laser-
furðuljósið
nýja
Tæki þetta er aðeins 7 ára gamalt,
en samt hefur það vakið ge-ysilega
eftirtelct og lcornið róti
á hugi manna.
Eftir Thomas Melov
í „Innrásinni frá Mars“
(The War of the
Worlds), sem skrifuð
var fyrir síðustu alda-
mót, sagði H. G. Wells
furðulegu sögu um Marsbúa, sem
réðust á jörðina og lögðu hana næst-
um algerlega undir sig. Vopn þeirra
var dularfullt „hitasverð“, sem gaf
frá sér „draugalegan ljósgeisla".
Nú má segja, að „hitasverð“
Wells sé næstum orðið að veru-
leika með tilkomu dásamlegs nýs
tækis, sem nefnist „laser“. Það
„skýtur“ frá sér mjóum, geysilega
samþjöppuðum og mögnuðum ljós-
geislum, því sterkasta, hreinasta og
magnaðasta ljósi, sem nokkru sinni
hefur þekkzt. Á mjög afmörkuðu
svæði, oft ótrúlega litlu, brennur
ijós þetta mörg billjón sinnum
skærar og ákafar en ljósið á yfir-
borði sólarinnar. Það getur vissu-
lega fengið blý til þess að bráðna
og streyma sem vatn, og það get-
ur breytt hvaða efni jarðarinnar
sem er í lofttegund, sé því beint að
efninu úr nógu lítilli fjarlægð.
National Geographic
27