Úrval - 01.05.1967, Page 49
Ógieymanlegur maður
Söngvarinn
sem ætlaði
að verða
heimsfrægur
Eftir Benjamín Sigvalduson
Þótt íslenzka þjóðin sé
með minnstu þjóðum
heims, hefur hún átt og
eignazt ótrúlega marga
afburðamenn, sem
sumir hafa náð heimsírægð. Það eru
fleiri en Snorri Sturluson, Jóhonnes
Jósefsson og Halldór Laxness, sem
hafa hlotið heimsfrægð. Við höfum
á þessari öld eignazt ótrúlega marga
söngvara, virkilega góða söngvara.
Erlendis hafa náð mestri frægð þeir
Pétur A. Jónsson, Stefán íslendingur
og fleiri, að ógleymdri Maríu Mark-
an, sem sungið hefur við frægustu
sönghöll heimsins, Metrópólitan ó-
peruna. Hér heima hafa margir
söngvarar náð geysilega miklum
vinsældum, og má þar fremsta telja
Hrein Pálsson, Sigurð Ólafsson og
Guðmund Jónsson. Nöfn allra þess-
ara snillinga og marga fleiri, kann
þjóðin utan að, enda eru þeir dáðir
og dýrkaðir. En á einn íslenzkan
söngvara er aldrei minnzt. Mér er
sagt að ekki sé til ein einasta söng-
plata eftir hann í Ríkisútvarpinu.
Fyrir nokkrum árum gerði ég mér
það til gamans, að spyrja allmarga
menn, hvort þeir könnuðust við
þennan söngvara og svöruðu 91%
„Nei“, en 9% höfðu aðeins heyrt
hann nefndan. Þetta var söngvarinn
Arngrímur Valagils.
Hér skal sagt það helzta sem vit-
að er um þennan merkilega mann
47