Úrval - 01.05.1967, Page 53
Vísindi
og
stjórnmál
Ef vel er að gáð, sést, að innan
margra rikja er háð einvígi
milli vísindamanna og stjórn-
málamanna, að minnsta
kosti á það við í livnum
volduðu engilsaxnesku ríkjum
og Sovétríkjunum.
Það vakti mikla athygli
um allan heim, þegar
lögfræðingurinn Hails-
ham, sem þekktari er
undir nafninu Quintin
Hogg, fyrrverandi vísindamálaráð-
herra Breta, gaf út bók sína um
víxláhrifin milli vísinda og stjórn-
mála. Það er nú orðin staðreynd,
sem öllum er ljós, að vísindi og
stjórnmál nútímans eru óaðskiljan-
leg í nútíma stjórnarháttum. Stjórn-
málamenn verða sífellt að taka til-
lit til nýjustu árangra vísindanna.
Þetta á við um geimrannsóknir, at-
ómrannsóknir, þjóðféiagsfræði, af-
brotafræði, stjörnufræði og reyndar
allar greinár vísindanna.
Lögspekingar hafa hingað til
skipað flest sætin í þingsölunum,
en það er kominn tími til að vísinda-
menn taki sér þar einnig sæti, og
þar mættu einnig vera nokkrir vís-
indaritarar úr hópi vísindamanna í
stað lögfræðinganna. Bandaríkja-
menn hafa riðið all-rösklega á vað-
ið með breytingu í þessum efnum
og önnur lönd mættu gjarnan fara
Vor Viden
51