Úrval - 01.05.1967, Qupperneq 54
52
URVAL
að dæmi þeirra, ef þau ætla ekki
að missa af lestinni.
Það var í marz 1962 að afvopnun-
arráðstefnan í Genf hófst. Nú eru
um tveir tugir ára, síðan menn fóru
að hugsa fyrir slíkri ráðstefnu, og
höfðu þá komið auga á þörfina á
því, að vísindamenn og stjórnmála-
menn ræddust við. Á þessari ráð-
stefnu sitja fulltrúar Bandaríkj-
anna, Kanada, Englands, Ítalíu,
Frakklands, Sovétríkjanna, Pól-
lands, Búlgaríu, Rúmeníu, Tékkó-
slóvakíu, auk átta annarra landa
utan Varsjár- og Atlantshafsbanda-
lagsins.
Árangurinn í afvopnunarmálun-
um hefur nánast enginn orðið, en
þessi ráðstefna hefur samt borið
nokkur árangur. Þarna hafa verið
rædd ýmis mál vísindalegs- og
stjórnmálalegs eðlis, og við það hafa
þessir aðilar æfzt í að sameina þessi
tvö öfl í félagsmálum samtímans.
„Hinn starfandi vísindamaður
verður oft afarundrandi yfir hinni
geysivíðtæku innrás vísindanna á
ýmis svið, sem fyrir stuttu síðan
virtust algerlega ómóttækileg fyrir
vísindum“, segir Sir Bernhard
Lowell.
Þjóðfélagsvísindin verða að byggj-
ast á fjárhagslegum og tæknilegum
grundvelli. Þessum grundvelli verð-
ur löggjafarvaldið sífellt að vera að
breyta. Afskipti „velferðarríkisins",
getur þýtt takmörkun vísindalegra
tilrauna. Eitt dæmi þess, er bann
við tilbúnu regni, sem hefur valdið
tjóni í nokkrum fylkjum Bandaríkj-
anna. Ýmis alþjóðleg samtök eru
samt starfandi, sem vinna óháð vel-
ferðarríkinu, eins og FAO, Unesco,
WHO, NASA o. fl.
Ef vel er að gáð, sést, að innan
margra ríkja er háð einvígi milli
vísindamanna og stjórnmálamanna,
að minnsta kosti á það við í hinum
voldugu engilsaxnesku ríkjum og
Sovétríkjunum. Samvinna þarf að
nást milli þessara aðila fyrir for-
göngu afvopnunarráðstefnunnar í
Genf. Það sama á auðvitað við um
vanþróuðu löndin.
Þannig er sem sé málum komið
að samvinna er nauðsynleg, en þó
verða stjórnmálamenn að setja
hemla á vísindin á mörgum sviðum.
Hinar stórkostlegu uppgötvanir vís-
indanna hafa oft á tíðum tröllriðið
þjóðunum án þess að koma þeim að
nokkru gagni, og þá verða stjórn-
málamennirnir að grípa inn í og
setja sínar hömlur, eins og til dæmis
um takmörkun vopnabúnaðar í
himingeimnum.
Sir Lowell, sem áður er nefndur
og er forstöðumaður geimvísinda-
stofnunar Breta, segist hafa séð hjá
sovézkum vísindamönnum fóstur
dýra, sem þeir höfðu ákveðið kyn-
ferðið á. Slík þróun hlyti að vekja
upp margvísleg vandamál og sir
Lowell segir:
„Hin mikla aðdáun mín á þessu
afreki, er nokkuð blandin óvissu
um hverjar siðferðislegar afleiðing-
ar slík vísindastarfsemi kynni að
hafa.“
Þannig vaknar sú spurning hvort
lögvísindin, eins og þau eru stunduð
nú, séu fær um að halda hinum
oft á tíðum hættulegu möguleikum
sem raunvísindin skapa nægjanlega
í skefjum. Af þessum ástæðum