Úrval - 01.05.1967, Síða 55
VÍSINDI OG STJÓRNMÁL
53
einnig er nauðsynlegt að löggjafinn
hafi náið samband við vísindamenn-
ina og án slíkrar samvinnu verður
réttarfarið ófullnægj andi nútíma
þjóðfélagi.
Svo getur farið að tæknin drepi
fólk, eða sýki það að minnsta kostij
Ein spurning af mörgum er sér-
staklega aðkallandi. Er hugsanlegt
að hlutir í himingeimnum, sem
búnir eru til af manninum sjálfum
geti haft áhrif á huga hans? Aftur
er bezt að vitna til sir Lowells. Hann
segir: Með grevihnöttum og eld-
flaugum er hugsanlegt að breyta
loftslagi jarðarinnar. Það gæti aftur
haft í för með sér aukna geðsjúk-
dóma.
Það var um það grein í „Nature“,
fyrir ekki löngu síðan, að þrír
bandarískir læknar hefðu fundið
samband á milli sjálfsmorða og
stjarneðlislegra segultruflana (seg-
ulsstorma).
Löggjafarvaldið ætti í rauninni
að banna fjölda vísindalegra til-
rauna. Þetta gildir bæði um stór og
smá ríki. Erfiðleikar á þessu myndu
samt óhjákvæmilega koma í ljós,
þegar valdagræðgi stórveldanna
væri ógnað.
Afskipti okkar af náttúrunni
hljóta að hafa áhrif á okkur sjálf,
þar sem við erum lifandi verur í
náttúrunni.
Þess vegna verða náttúruvisinda-
menn, stjörnufræðingar, læknar, ,líf-
fræðingar og aðrir vísindamenn, að
hafa nána samvinnu við stjórnmála-
menn, lögspekinga og aðra, sem
ráða réttarfarinu. En vandamálin
eru risavaxin. Þau spanna alheim-
inn og réttarreglurnar hljóta að
verða sífellt meira og meira al-
þjóðlegar.
Máski gætu hinar norrænu reglur
um ólögmæti orðið grundvöllur al-
þjóðlegrar löggjafar af ofangreindu
tagi. Þær kveða svo á, að gildi allra
aðgerða sem valda tjóni, skuli bera
saman við hina beinu hættu, hags-
munirnir eru sem sagt hafðir til
beinnar hliðsjónar.
' Slík hagsmunaskoðun gæti máski
orðið vegavísir fyrir ráðstefnur eins
og Genfarráðstefnuna, og þarna á
þessu sviði verða stjórnmálamenn-
irnir og hinir löglærðu að hafa betri
samvinnu við hina vísindalegu ráð-
gjafa sína en hingað til hefur tíðk-
azt.
Setuverkfall:
Móðir nokkur frá Texas fór eitt sinn í ferðalag til Washington ásamt
tveim dætrum sinum. Mamma gamla gafst fljótlega upp á öllu rápinu
og settizt á steinþrep og varpaði öndinni. „Svona, haltu áfram mamma“,
sagði önnur telpan, sem lét engan bilbug á sér finna. „Við eigum enn eftir
að sjá minnismerki Lincolns. Æ, þetta er bara smáspotti." Mamma
gamla hristi höfuðið og svaraði: „Nei, farið þið bara, ég vil heldur
minnast hans eins og hann var.“
George Fuermann