Úrval - 01.05.1967, Page 68
66
URVAL
Hjálparbú&irnar við Aqabat Jaber. Konurnar sceltja vatn á liverjum morgni
í sama brunninn og íbúar Jeríkó fengu vatn úr fyrir meir en 6000 árum.
búskap sinn, börðust í bökkum, en
íóru samt ekki.
Árið 1962 gerðist það, að stjórn
Sjóðstofnunar' til styrktar fátækum
Arabíulöndum kaus þessi fjögur
þorp til að prófa. hvað gera mætti
til útrýmingar örbirgðar og til fram-
íara i þessum þurrlendu, úrkomu-
litlu héruðum, og naut hún aðstoðar
frá katólska trúboðinu í Palestínu.
Aðferðin var nýstárleg. Engum,
hve þurfandi sem hann var, var út-
hlutað styrkjum. Hverjum manni í
þessum fjórum þorpum var gert að
skyldu að leggja fram skerf til við-
reisnarinnar. Ekki var gert ráð fyr-
ir að framfarirnar yrðu stórstígar,
en verkefnin höfð við hæfi fólksins
í þorpunum.
Tvær katólskar stofnanir lögðu
fram fé til styrktar í byrjun (flest-
ir af íbúum þessara þorpa eru ann-
aðhvort grísk-katólskir eða Múham-
eðstrúar), og nam það 14.500 doll-
urum. að nægði til að launa tvo
kennara, og til kaupa á plöntum og
græðlingum, saumavélum og ali-
fuglum.
í fyrstu gekk lítið sem ekki. Tor-
tryggni Bedúína gagnvart öllurn að-
komumönnum var svo rótgróin, enda
voru þeir ekki góðu vanir af ó-
kunnugum. Það höfðu verið grafnir
skurðir þvert yfir beitarlönd, landa-