Úrval - 01.05.1967, Síða 70
fa'8
ÚRVAL
Amman, sem er í 44 km fjarlægð
frá þorpunum, og standa að því tveir
biskupar, formaður kaþólska trú-
boðsins í Amman og tveir formenn
sjóðstofnunar til styrktar arabisk-
um löndum.
Heimilisfaðirinn hrópar skyndilega upp, þegar hann er að fara yfir
mánaðarreikninga heimilisins: „Þar kom loksins að því! Nú þurfum
við að borga mánaðarlegar afborganir af hinu og Þessu á hverjum
mánaðarins."
Flugfreyjan tilkynnir snögglega I hátalarakerfið, meðan farþegarnir
eru mðursokknir í að horfa á fremur djarfa kvikmynd: „Herrar minir
og frúr, við munum fljúga áfram til Montreal. Það er nýbúið að banna
kvikmyndina í Boston."
Hageman í Saturdey Review
Litli snáðinn segir við foreldra sína: „Jæja, nú ætla ég að fara að
biðja kvöldbænirnar mínar. antar nokkurn nokkuð?“
Wm. Hoest
Rödd kveður skyndilega við í hópi skurðlækna, sem standa í hvirf-
ingu umhverfis skurðborðið, rétt áður en uppskurður á að hefjast: „Hver
opnar?“
Medical Tribune
Þulur í sjónvarpinu: „Hlutar af þessari dagskrá voru tekriir upp fyr-
fram .... teknir upp fyrirfram .... teknir upp fyrirfram . “
Bil Keane
Encfin ástæöa til þess að óttast
Eitt sinn er ég var í heimsókn hjá systur minni og mági í Los Angeles,
vaknaði ég um miðja nótt við hroðalegan hávaða og um leið skalf allt
og hristist. Ég varð dauðhrædd, og ekki lagaðist það, þegar ,ég heyrði
systur mina hrópa lafhrædda: „Harry, flýttu þér fram út! Það er inn-
brotsþjófur að reyna að komast inn í húsið.
„Vertu ekki hrædd, elskan“, svaraði hann. „Það er ekki innbrots-
þjófur. Það er bara jarðskjálfti.“
frú H. L. Perez.
Hlerað:
„Ég keypti útlenzka matreiðslubók handa konunni minni, og nú
kvartar hún sífellt yfir því, að hún geti ekki fengið varahluti í
máltíðirnar!“
Mickey Freeman