Úrval - 01.05.1967, Síða 71
69
Or*ð og orðasambönd
Hér fara á eftir 20 orð og orðasambönd með réttri og rangri merkingu
Prófaðu kunnáttu þina i íslenzkri tungu og auk þú við orðaforða Þinn með
því að finna rétta merkingu. Gæt Þess, að stundum getur verið um fleiri
en eina rétta merkingu að ræða.
1. banghagur: sæmilega efnaður, skáldmæltur, kvensamur, sæmilega lag-
hentur, klaufskur, þunglyndur, léttlyndur, montinn, óhræddur, hræðslu-
gjarn, dverghagur.
2. eljari: dugnaðarforkur, ofsi, meðbiðill, friðill, kvennabósi, bliða, galgopi,
bylur, góðlyndur maður, bjartsýnismaður, svartsýnismaður, yfirgangs-
seggur, þræll, illmenni.
3. þræsinn: beizkur, þrjóskur, þrætugjarn, sætur, súr, rammur, maðkaður,
hryssingslegur, kaldur, lævís, önugur, erfiður.
4. svelgjandi: átvagl, brim, eyðsluseggur, trúgjarn maður, gola, fen„ hvass
og kaldur vindur, brunafrost, yfirgangsseggur, bleyða, kappi, græðgi
5. að dangast: að flangsa, að slæpast, að flækjast, að fljúgast á, að stangast,
að vaxa, að veslast upp, að þrifast, að minnka, að deila, að láta e-ð reka
á reiðanum, að dingla.
6. að bera i vænginn: að afsaka e-ð, að leita eftir ástum, að heyra e-ð á
skotspónum, að hlifa, að andmæla e-u, að bera sig illa, að bera sig vel, að
sýna örlajti, að verja sig, að hefna sín.
7. að ganga að borði viö e-n: að matast með e-n, að halla á málstað e-s, að
vera sambærilegur e-m, að láta undan e-m, að sýna e-m í tvo heimana.
8. daggarður: öðlingur, rýtingur, spjót, burtreiðarstöng, stutt sverð, nirfill,
hraustmenni, bleyða, áfall, raki, ijúflingur.
9. að falla við árar: að gefast upp við róður, að róa „í takt“, að taka löng
áratog, að taka stutt og tíð áratog, að róa lífróður, að missa árar útbyrðis,
að róa undan vindi, að skvetta með árum, að vera slæmur ræðari.
10. hann blotar: hann þyknar upp, hann léttir til, hann formælir, hann vöknar,
hann hlánar, hann frýs, hann hvessir, hann lygnir, hann mýkist.
11. þvöglulegur: ógreinilegur, illa farinn, druslulegur, fýlulegur, masgefinn,
óskýrmæltur, þungbúinn, fámálugur, ræfilslegur, hyskinn, reikull í rásinni,
valtur.
12. vergar tekjur: duldar tekjur, skattfrjálsar tekjur, heildartekjur, aukatekj-
ur, nettótekjur, sultarlaun, ofsatekjur, lei/utékjur, atvinnutekjur, faStar
tekjur, óvissar tekjur.
13. að flimta með e-ð: að kjafta frá e-u, að þvælast með e-ð, að dylgja rrm e-ð,
að fitla við e-ð, að ráðskast með e-ð, að bjástra við e-ð, að bogra yfir e-u.
14. vepja: veimiltíta, drusla, dræsa, fiskur, fugl, skordýr, spendýr, skel, rola,
kuldi, kjaftakind, skass, óhemja.
15. vergjörn: skrautgjörn, ágjörn, kynvillt, dugmikil, fíkin í karlmenn, haldin
útþrá, kjöftug, vinnusöm, heimakær, nýjungargjörn, lævís, ótrygg.
16. giys: glaumur, óheppni, tilviljun, fánýtt skraut, dýrð, fánýtur skrautvarn-
ingur, gersemar, ógrynni auðæfa, vönduð munaðarvara, geislabaugur,
glampi, eldur.
17. hreggbólstur: óveðursský, hillingar, dimm þoka, dalalæða, heystabbi, bólga
með ígerð í, hrúður á sári, mykjuhaugur, ágjöf, stafli af þurrkaðri skán,
kargaþýfi, ósjór, brimlöður.
18. Mig uggir það: ég hef grun um það, ég held það, ég vona það, ég býst við
því, ég óttast það, ég minnist þess, ég er viss um það.
Svör á bls, 123.