Úrval - 01.05.1967, Page 80
78
URVAL
Franski sýningarskálinn
helgidómsins gyllta, getur að líta
hina fjölbreytilegust.u sýningargripi,
allt frá handritaströngum úr hell-
unum við Dauðahafið til gítarsins
hans Elvis Prestleys. Þar getur þú
séð túniska mósaikflísalagningu frá
2. öld eða líkan af borg, sem skipu-
lögð hefur verið fyrir 21. öldina. Þú
getur horft þar á frumstæða
afríska dansa og gengið um svæði,
sem er eftirlíking af landslagi því,
sem menn ætla, að sé á tunglinu.
Þú getur jafnvel telft fram vitsmun-
um þínum í keppni við rafeinda-
heila. Allt er þarna saman komið,
hvort sem þú óskar eftir að virða
fyrir þér ómetanleg málverk, sigla
á kínverskri skútu, fara í útreiðar-
túr á indverskum fíl, borða arabiska
kjötkássu, drekka danskt ákavíti,
hlusta á La Scalaóperuflokkinn eða
g'óna á franskar fatafellur.
Þessi smækkaða veröld, sem er
reyndar ekki í mjög smækkaðri
mynd, þegar allt kemur til alls, er
í aðeins átta mínútna fjarlægð frá
hjarta Montrealborgar, fransk-
kanadisku stórborgarinnar, þegar
farið er með neðanjarðarlest. Á
miðju sýningarsvæðinu stendur 67
feta há höggmynd úr stáli eftir
Aelxander Calder og ber hún heit-
ið „Maður.“ Og víðs vegar um
svæðið eru skemmtigarðar og
blómagarðar, torg, vötn, gosbrunnar
og 300 litríkar og eftirtektarverðar
byggingar, sem austurríski arki-
tektinn Karl Schwanzer hefur kall-
að „mest æsandi byggingasaman-
safn heimsins."
KATIMAVIK OG
GEIMSALURINN.
Stærsta og dýrasta sýningarhöllin
er sú, sem Kanada hefur reist yfir
það, sem þjóðin vill sýna. Hún kost-
aði 21 milljón dollara og nær yfir
11 ekrur. Efst á henni er pýramíði
á hvolfi, 109 fet á hæð, og ber hann
nafnið Katimavik, sem þýðir „fund-
arstaður“ á máli Eskimóa. Þar inni
getur að líta 6 milljóna dollara virði
af sýningargripum, allt frá land-
nemavögnum til rafeindaheila. Sýna
Brezki sýningarskálinn