Úrval - 01.05.1967, Síða 81
EXPO ’67
79
munir þessir hvernig Kanadamenn
haía skapað velmegunarþjóðfélag í
þ\ i risavaxna landi, sem Voltaire
vísaði eitt sinn á bug sem „mörgum
ekrum af snjó.“ Þar er hægt að
fara í 30 mínútna langa kvikmynda-
íerð, þ. e. hringsnúast og flækjast
sitjandi í gegnum 5 kvikmyndasali
með breiðtjaldi í og 400 ár viðburða-
ríkar sögur Kanada.
Ofan frá Katimavikpýramíðanum
er dýrðlegt útsýni yfir skýjakljúfa
Montreal og hina miklu siglingaleið,
St. Lawrencefljótið, að ónefndum
öllum byggingunum og sýningunum
á sjálfu sýningarsvæðinu. Eftirtekt-
arverðasta byggingin er hin gagn-
sæja „geodesiska" kúla Buckminst-
er Fullers, sú stærsta hér á jörðu,
en hún hefur að geyma allar sýn-
ingar Bandaríkjamanna. Hún er 20
hæða, 250 fet í þvermál og kostaði
9 milljónir og þrjúhundruð þúsund
dollara. Grindin er nokkurs konar
net úr stálrörum, sem yfir er strengd
„akrýlisk húð“, sem glitrar að deg-
inum, en gefur frá sér gullinn
bjarma að næturlagi. Bygging þessi
er mjþg leikrænt og eftirtektar-
vert íákn kjörorðsins „Hin skap-
andi Ameríka." í byggingu þessari
getur að líta framfarir Bandaríkj-
anna á fjölmörgum sviðum, allt frá
rafeindatækni til leikfanga. Á með-
al annarra hluta geta gestir skoð-
að Apollolendingartækið, sem kann
að geta flutt menn til tunglsins ár-
ið 1970 og líkist eins konar skordýri
í lögun.
Nálægt bandarísku kúlunni stend-
ur glerbygging Rússa, er kostaði þá
15 milljónir dollara. Þakbrúnirnar
sveiflast upp á við, svo að þakið
virðist vera að hefja sig til flugs.
Þar geturðu hitt sovézkan geimfara
og reynt áhrif þyngdarleysis 1 Geim-
salnum. Svo þegar þú snýrð aftur
til jarðarinnar, geturðu skoðað lík-
an af samyrkjubúi eða bragðað á
réttunum í veitingahúsunum, sem
eiga 8 tonna birgðir af kavíar og
28.000 lítra af vodka.
„Sem foreldrar" Kanada, hafa
Bretland og Frakkland eytt miklum
fúlgum i afmælisveizlu þessa 100
ára afsprengis síns. Brezka sýning-
arhöllin er umflotin vatni á alla
vegu eins og vera ber. Þar er um
að ræða höll, sem er eins snjóhvít
og klettarnir við Dover, og þar er
200 feta turn, teiknaður af Sir Basil
Spence og þannig smíðaður, að hann
virðist „harðlegur, hrufóttur, ójafn
og ósveigjanlegur.“ Honum hefur
ekki verið lokið, heldur var efsti
hlutinn skilinn eftir ófullgerður.
Þetta á að vera tákn um, að Bret-
land eigi enn talsvert eftir í poka-
horninu, þ. e. að það sé ekki búið
að vera. Sýningar Breta miða að því
að sýna, hvernig þeir hafa brugðizt
við erfiðleikum og hvatningum öld
fram af öld, allt frá sigri þeirra yfir
spænska flotanum til ósigurs þeirra
fyrir Bítlunum. Franska sýningar-
höllin er alger andstaða þeirrar
brezku. Hún er samansafn glitrandi
gler- og alúmínflata, sem virðast
dansa í sólskininu. Á einni af hinum
sjö hæðum getur að líta strætalíf
Parísar, sem sett er þar á svið. Á
öðrum hæðum getur að líta dásemd-
ir franskrar listar, hátízku og tækni-
legrar snilli.
MENN AÐ STÖRFUM.