Úrval - 01.05.1967, Síða 83

Úrval - 01.05.1967, Síða 83
EXPO ’6 7 81 anda“ getur að líta framrás tækn- innar, allt frá úreltu mylluhjóli til algerlega sjálfvirkrar verksmiðju, sem framleiðir sjónvarpstæki fyrir framan augu sýningargesta. Ein tékknesk vél breytir um notkun verkfæra samkvæmt skipunum húsbónda síns, en húsbóndinn er segulaflsband. Þarna er Gamli Ford frá því í gamla daga og rennilegur bíll framtíðarinnar frá Alfa Romeo á Ítalíu. í öðrum byggingum er rakin leit „Mannsins sem könnuðar" að þekkingu á umhverfinu og sjálfum sér. Þú getur stigið inn í frumu mannslíkamans, og er hún á hæð við þriggja hæða hús, og þar inni geturðu með hjálp smásjár séð raun- verulega frumu vaxa og skipta sér. í vatnsgeymi, sem er 30 fet á dýpt, muntu sjá menn lifa og starfa í neðanjarðarhúsi því, sem fundið var upp af franska haffræðingnum Jacques Yves. Kvikmyndir hljóð og önnur brögð hjálpa til þess að fá þig til að finnast, að þú sért sjálfur að fara niður á hafsbotn. Og í sal, sem sýnir lífið á heimskautasvæð- unum, bítur ískalt loft þig í andlitið, er þú skáskýtur þér eftir mjóum göngum, sem virðast vera raun- verulegar jökulsprungur. „Við vilj- um, að mönnum finnist sem þeir séu raunverulegir þátttakendur", segir einn af starfsmönnum Expo, „en ekki aðeins áhorfendur og á- heyrendur." Viljir þú verða raunverulegur þátttakandi, svo að um muni, get- urðu heimsótt Völundarhúsið til þess að „taka þátt í“ „alskynjunar- kvikmynd“, sem hefur verið kölluð „furðuferð án LDS (skynopnunar- lyfja).“ Farir þú í slíka ferð, mun þér t.d. finnast sem þú svífir gegn- um geiminn, á meðan jörðin hveríur smámsaman burt í fjarska á risa- vöxnu kvikmyndatjaldi á gólfinu 40 fetum fyrir neðan þig. Hvarvetna á þessu risavaxna sýningarsvæði munu loftkældar Expohraðlestir þjóta með farþega, sem ferðast ókeypis með lestum um svæðið. Geta þær flutt samtals 60..000 manns á klukkustund. Og fyrir lágt gjald geturðu liðið áfram uppi yfir mannþyrpingunni í litlum „Minilestum“, sem bornar eru uppi af teinum á súlum. í þeim geturðu líka ferðazt í gegnurn suma sýning- arskálana. Þú getur látið vaggast á mexíkönskum blómabát eða fen- eyskum gondóla eftir bláum síkjum eða þotið rétt uppi yfir yfirborði árinnar í loftpúðaskipinu „Hover- craft.“ STANZLAUS ROKKTÓNLIST. Þarna verður líka eitthvað fyrir sælkerana. Þeir geta farið í hnatt- ferð á sýningarsvæðinu og bragð- að á öllum krásum heimsins. Á svæðinu eru 70 veitingahús og 67 matbarir, sem rúma samtals 23.000 viðskiptavini. Mörg af veitingahús- unum eru í sýningarhöllum hinna ýmsu þjóða, þar sem hið framandi andrúmsloft eykur matarlystina. Þar geturðu látið eftir þér að bragða á jafn furðulegum réttum og nætur- gölum frá Thailandi og reyktu hreindýrakjöti frá Noregi. í flestum sýningarhöllunum eru einnig ókeyp- is skemmtiatriði, stáltunnuhljóm- sveitir frá Jamaica, jóðlarar frá
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.