Úrval - 01.05.1967, Síða 83
EXPO ’6 7
81
anda“ getur að líta framrás tækn-
innar, allt frá úreltu mylluhjóli til
algerlega sjálfvirkrar verksmiðju,
sem framleiðir sjónvarpstæki fyrir
framan augu sýningargesta.
Ein tékknesk vél breytir um notkun
verkfæra samkvæmt skipunum
húsbónda síns, en húsbóndinn er
segulaflsband. Þarna er Gamli Ford
frá því í gamla daga og rennilegur
bíll framtíðarinnar frá Alfa Romeo
á Ítalíu.
í öðrum byggingum er rakin leit
„Mannsins sem könnuðar" að
þekkingu á umhverfinu og sjálfum
sér. Þú getur stigið inn í frumu
mannslíkamans, og er hún á hæð
við þriggja hæða hús, og þar inni
geturðu með hjálp smásjár séð raun-
verulega frumu vaxa og skipta sér.
í vatnsgeymi, sem er 30 fet á dýpt,
muntu sjá menn lifa og starfa í
neðanjarðarhúsi því, sem fundið var
upp af franska haffræðingnum
Jacques Yves. Kvikmyndir hljóð og
önnur brögð hjálpa til þess að fá
þig til að finnast, að þú sért sjálfur
að fara niður á hafsbotn. Og í sal,
sem sýnir lífið á heimskautasvæð-
unum, bítur ískalt loft þig í andlitið,
er þú skáskýtur þér eftir mjóum
göngum, sem virðast vera raun-
verulegar jökulsprungur. „Við vilj-
um, að mönnum finnist sem þeir
séu raunverulegir þátttakendur",
segir einn af starfsmönnum Expo,
„en ekki aðeins áhorfendur og á-
heyrendur."
Viljir þú verða raunverulegur
þátttakandi, svo að um muni, get-
urðu heimsótt Völundarhúsið til
þess að „taka þátt í“ „alskynjunar-
kvikmynd“, sem hefur verið kölluð
„furðuferð án LDS (skynopnunar-
lyfja).“ Farir þú í slíka ferð, mun
þér t.d. finnast sem þú svífir gegn-
um geiminn, á meðan jörðin hveríur
smámsaman burt í fjarska á risa-
vöxnu kvikmyndatjaldi á gólfinu 40
fetum fyrir neðan þig.
Hvarvetna á þessu risavaxna
sýningarsvæði munu loftkældar
Expohraðlestir þjóta með farþega,
sem ferðast ókeypis með lestum um
svæðið. Geta þær flutt samtals
60..000 manns á klukkustund. Og
fyrir lágt gjald geturðu liðið áfram
uppi yfir mannþyrpingunni í litlum
„Minilestum“, sem bornar eru uppi
af teinum á súlum. í þeim geturðu
líka ferðazt í gegnurn suma sýning-
arskálana. Þú getur látið vaggast á
mexíkönskum blómabát eða fen-
eyskum gondóla eftir bláum síkjum
eða þotið rétt uppi yfir yfirborði
árinnar í loftpúðaskipinu „Hover-
craft.“
STANZLAUS ROKKTÓNLIST.
Þarna verður líka eitthvað fyrir
sælkerana. Þeir geta farið í hnatt-
ferð á sýningarsvæðinu og bragð-
að á öllum krásum heimsins. Á
svæðinu eru 70 veitingahús og 67
matbarir, sem rúma samtals 23.000
viðskiptavini. Mörg af veitingahús-
unum eru í sýningarhöllum hinna
ýmsu þjóða, þar sem hið framandi
andrúmsloft eykur matarlystina. Þar
geturðu látið eftir þér að bragða
á jafn furðulegum réttum og nætur-
gölum frá Thailandi og reyktu
hreindýrakjöti frá Noregi. í flestum
sýningarhöllunum eru einnig ókeyp-
is skemmtiatriði, stáltunnuhljóm-
sveitir frá Jamaica, jóðlarar frá