Úrval - 01.05.1967, Blaðsíða 84
82
URVAL
Sviss og mariachisveitir frá Mexíkó.
Og þar að auki munu 10.000 áhuga-
menn í sinni grein víðs vegar úr
Kanada leika stanzlausa rokktónlist
á hljómsveitarpöllum utanhúss.
En helzta skemmtanahverfið
verður La Ronde, sem nær yfir 135
ekrur. Þar eru alls konar skemmti-
tæki fyrir börn, alþjóðlegur mark-
aður, alls konar rennibrautir,
skemmtibátahöfn fyrir 300 skemmti-
báta, daglegar sýningar vatnaskíða-
íþróttarinnar, flugeldar á hverju
kvöldi, sund- og siglingasýningar,
götusöngvar (chansonniers), sem
reika syngjandi um hverfið, og stór-
kostlegt úrval af frönskum krám
(bistro). Þótt sýningahallirnar á
svæðinu loki klukkan 10 að kvöldi,
verður allt í fullum gangi í La
Ronde lengi nætur.
Einn af hinum stærri þáttum sýn-
ingarinnar er Heimshátíðin (World
Festival), glæsilegasta skemmtiskrá
fyrsta flokks skemmtikrafta, sem
um getur í sögu mannkynsins.
Kostnaðurinn við sýningar þessar
nemur samtals 40 milljónum, og
þar koma fram 25.000 leikarar,
söngvarar, dansarar, tónlistarmenn,
íþróttamenn o. fl. frá öllum megin-
löndunum sex. Lista- og íþróttahátíð
þessi stendur í 26 vikur, og skemmti-
skráin verður æði fjölbreytt eða
allt frá hljómkviðum og Shake-
speareleikjum til jazz og íþrótta-
móta og íþróttasýninga. Meðal
stjarnanna, sem þar koma fram, má
nefna Sir Lawrence Olivier, Ye-
hudi Menuhin, Margot Fonteyn,
Maurice Chevalier og popptónlist-
argoðið Karel Gott frá Prag.
Á meðal átta mikilla óperusöng-
flokka, sem koma munu fram í hinni
glæsilegu Listahöll í miðborginni
í Montreal, mun verða La Scaia frá
Míiano, söngflokkur Konunglegu
óperunnar í Stokkhólmi og Boishoi-
leikhússins í Moskvu. Enginn þessara
söngflokka hefur áður komið fram
í Norður-Ameríku. Þarna verða
líka 12 frægir balletflokkar, 12
sinfóníuhljómsveitir og 15 leikflokk-
ar frá ýmsum löndum, allt frá
Cameriflokknum í ísrael til Kabuki-
flokksins í Japan. Auk margs konar
íþróttasýninga og móta, mun verða
haldin 1700 manna kanadisk her-
sýning á kappakstursvelli sýning-
arinnar, en hann tekur 25.000 í sæti.
Þar verður beitt ljóskösturum af
mikilli leikni. Þar verða einnig
„cowboysýningar" úr villta vestr-
mu, fjölleikaflokkur og Brodway-
revía. „Expo hefur eitthvað handa
öllum“, segir Jean Drapeau, hinn
dugmikli borgarstjóri Montreal, sem
hlaut viðurkenningu Alþjóðasýn-
ingarráðsins strax síðla árs 1962,
eftir að Moskva afsalaði.sér forrétt-
indum til þess að halda heimssýn-
inguna árið 1967. „Það hefur aldrei
verið neitt þessu líkt fyrr á gervöllu
jarðríki.“
TAP MEÐ BROS Á VÖR.
Expo ’67 er fyrsta sýningin, þar
sem fólki gefst kostur á að ferðast
ókeypis um sýningarsvæðið, en
slíkt er til mikilla hagsbóta fyrir
þreytta sýningargesti. Neðanjarðar-
lestir flytja fólk líka á skjótan hátt
frá báðum bökkum fljótsins, þar
sem eru ódýr bílastæði fyrir 21.000
bíla. Þarna verða „titringsnudd-
tæki“ til þess að draga úr þjáningu
„þreyttra fóta“, barnfóstrur, (sem