Úrval - 01.05.1967, Qupperneq 92

Úrval - 01.05.1967, Qupperneq 92
90 ÚRVAL í sundlaug sér til skemmtunar." Félagi hans kinkaði kolli og sagði: „Já, þeir reikna þetta allt saman út. Þeir vita upp á hár, hvað þeir eiga að gera hverju sinni. Þó að maður hafi spennt 50 gildrur fyrir þá, þá smjúga þeir framhjá þeim öllum eins og að drekka vatn.“ Nú gein við stóreflis op á girðing- unni, og eftirlitsmaðurinn fór út og gerði við það í hvelli. „Þarna hefur kengúra eða emu- strútfugl stokkið á girðinguna og troðið sér í gegn“, sagði hann. „Þess- ar skepnur stökkva á girðinguna á geysilegum hraða. Það er líkt og vrrpað sé sprengiefni á girðinguna, slíkur er krafturinn." MANNAFERÐIR í AUÐNINNI. Við hleyptum vinnumönnunum út á fjárræktarstöð þeirra, ókum svo áfram nokkrar mílur í viðbót og snerum svo aftur til Hungerford. ‘Við vegamótin rákumst við á smala, sem reið á undan risavöxnum fjár- hóp. Tvær ungar stúlkur riðu sitt hvoru megin hópsins. En miðaldra l-'ona kom svo akandi í vagni á eftir hópnum. Fyrir vagninum voru tveir hestar. Þessi jarmandi kindahópur nam sem snöggvast staðar, og ungu stúlkurnar komu ríðandi til okkar til þess að masa við okkur. Þetta . voru laglegar, dökkhærðar stúlkurj líklega 16 og 18 ára gamlar, dætur smalans og konu hans. Það var svo- lítill írskur hljómur í mjúkum röddum þeirra. „Smalalífið er alveg dýrlegt“, sagði elcrri dóttirin. „Einu sinni dvöldum við Mary í Bourke í viku. Það er í eina skiptið, sem við höfum búið í húsi. Það var gaman að sjá allt fólkið og ljósadýrðina. En það er samt betra hérna úti í auðninni hjá kindunum og stjörnunum." Nú rásuðu nokkrar kindur út úr hópnum. Það lá um tylft hunda á grindunum undir vagninum. Einn þeirra spratt samstundis á fætur og fór að elta kindurnar. Smalinn, sem nú hafði slegizt í hópinn með okkur, skipaði hundinum að koma. Hund- urinn gengdi með ólundarsvip og sneri aftur til vagnsins og lagðist þar á sama stað á grindunum. „Þessir hundar gefast ekki upp, meðan þeir eru uppistandandi“, sagði smalinn. „Þessi var að reka í allan gærdag og var næstum bú- inn að drepa sig. Ef hann færi að reka í þessum ofsahita, sem er í dag, væri úti um hann fyrir sólset- ur.“ Hópurinn tók nú að mjakast af stað aftur. Kona smalans hottaði á vagnhestana, og gamli vagninn skrölti af stað. Stúlkurnar veifuðu til okkar í kveðjuskyni. Yið horfðum á eftir þeim, þar sem þau bar við eldrauðan sjóndeildarhringinn. Þetta var tignarleg sjón. Síðan hurfu þau í rykmekki auðnanna. EÐLISÁVÍSUN HVOLPSINS. Næsta dag fór ég til Kinchaga- stöðvar nálægt Menindee til þess að fylgjast með rúningu einu sinni enn. Verkstjórinn var þarna með lítinn hvolp með sér. Hann var af kelpie- kyni og aðeins átta vikna. Hann var alveg óþjálfaður. Litli hvolpurinn lá endilangur undir tré fyrir utan rúningsskýlið, þegar hlið á fjárrétt þarna nálægt opnaðist skyndilega og
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.